Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 11
Einar Már Valdimarsson. Grétar Guðmundsson. Sigurjón Bernhard Stefánsson. Flow in Organic Dementia and Alcoholism við Lundarháskólann 1981. Guðjón varð sérfræðingur í taugalífeðlisfræði á Landspítalanum árið 1977.28-32 Árið 1980 fengu tveir læknar sérfræðileyfi í taugalækningum eftir að hafa stundað sérnámið í Svíþjóð. Þeir eru Einar Már Valdimarsson og Grétar Guðmundsson. Báðir höfðu þeir verið aðstoðarlæknar á taugalækningadeild Landspítalans og endurhæfingardeild Borgar- spítalans áður en þeir héldu til Svíþjóðar í sémám. Einar Már stundaði sérnám sitt í taugalækningum á háskólasjúkrahúsinu í Umeá í Svíþjóð, við Huddinge og Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Grétar Guðmundsson stundaði sérnám við Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Einar Már Valdimarsson varð aðstoðaryfirlæknir á taugalækningadeild Huddinge sjukhus eftir sémámið. Eftir heimkomuna til íslands árið 1980 hóf hann að starfa á Grensásdeild. Grétar varð taugalæknir á taugalækningadeild Landspítalans frá 1980.28 Einar Már og Grétar starfa báðir sem taugalæknar á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi og Einar Már auk þess sem sjálfstætt starfandi taugalæknir í Reykjavík. Sigurjón Bernhard Stefánsson fékk sérfræðileyfi í klínískri taugalífeðlisfræði 1982 eftir að hafa stundað sérnám við National Hospital for Nervous Diseases og St. Bartholomew's Hospital í Lundúnum. Sigurjón varði doktorsritgerð við Lundúnaháskóla árið 1986, A Relationship between Cardiac Sinus Arrhythmia, Blood Pressure and Skin Vasomotor Activity in Man. Árið 1988 hóf Sigurjón störf sem klínískur taugalífeðlisfræðingur við Landspítalann.28-33 Hann er sérfræðingur á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi og á Tryggingastofnun ríkisins. Pétur Ludvigsson barnalæknir hlaut sérfræði- leyfi íbarnataugalækningum 1984 fyrstur íslenskra lækna. Pétur var við sérnám við University of Connecticut Health Center í Bandaríkjunum og í heila- og taugasjúkdómum barna við Temple University og á St. Christopher's Hospital for Children í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Pétur hóf að starfa sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Reykjavík 1982 og árið eftir sem sérfræðingur á barnadeild Landspítalans.28 Hann er sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum bama á Barnaspítala Hringsins og sjálfstætt starfandi barnataugalæknir í Reykjavík. Tveir læknar, þeir Torfi Magnússon og Kári Stefánsson, hlutu sérfræðileyfi í taugalækningum 1984. Torfi lærði taugalækningar við Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Áður en hann hélt í sérnám árið 1980 var hann kandídat á tauga- lækningadeild Landspítalans. Eftir sémámið starfaði Torfi sem taugalæknir á endurhæfingar- og taugalækningadeild á Grensási.28 Hann er taugalæknir á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi og sérfræðingur á mennta- og starfsþróunardeild Landspítala við Eiríksgötu í Reykjavík. Kári Stefánsson lærði taugalækningar á taugalækningadeild við University of Chicago í Bandaríkjunum. Að sérfræðinámi loknu hóf hann sérfræðinám í taugameinafræði við Departments of Pathology and Neurology við sama skóla. Kári varði doktorsritgerð, A Few Members of the Family of Nervous System Glycoproteins That Contain the HNK-1 Epitope, við læknadeild Háskóla íslands árið 1988. Hann var skipaður forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við læknadeild Háskóla Islands í júní 1993 en sagði starfinu lausu sama ár. Hann varð prófessor í taugalækningum og taugameinafræði við Harvard Medical School í Bandaríkjunum 1993. Kári stofnaði deCODE LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.