Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 12
Torfi Mngnússon. Knri Stefnnsson. Mnrinó Pétur Hnfstein. Sigurður Thorlacius. Genetics Inc. 1995 og varð forstjóri þess og formaður stjómar og dótturfyrirtækis þess, Islenskrar erfðagreiningar í Reykjavík.2835 Árið 2009 hlaut hann Anders Jahre verðlaun en þau eru veitt árlega í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir í læknavísindum á Norðurlöndum. Kári er nú forstjóri deCODE Genetics á íslandi og rannsóknaprófessor við læknadeild Háskóla íslands. Marinó Pétur Hafstein hlaut sérfræðileyfi í taugalækningum árið 1985 og í klínískri taugalífeðlisfræði 1991. Hann hafði stundað sémám í taugalækningum við University of Medicine and Dentistry of New Jersey í Bandaríkjunum og nám í tauga- og vöðvaritum við sama skóla. Áður en Marinó hóf sérnámið árið 1980 hafði hann verið aðstoðarlæknir á endurhæfingardeild Borgarspítalans og á taugalækningadeild Landspítalans. Marinó varð sérfræðingur í taugalækningum við University of Medicine and Dentistry of New Jersey árið 1984. Hann byrjaði að starfa sem taugalæknir á taugalækningadeild Landspítalans árið 1985 en 1998 sneri hann sér að stofurekstri í Domus Medica og hefur starfað þar síðan.28 Ný reglugerð um veitingu lækninga- og sérfræðileyfa gekk í gildi 1. júlí 1986. Áfram átti sérnám að fara fram á þeim sjúkrahúsum (stofnunum) sem viðurkennd voru til slíks náms. Það var heilbrigðisráðherra sem gat veitt sjúkrahúsum slíka viðurkenningu samkvæmt tillögum nefndar sem í sátu þrír læknar sem höfðu það hlutverk að meta starfsemi sjúkrahúsa. Það var hlutverk læknadeildar Háskóla íslands að ákveða hversu mikill hluti sérnáms færi fram á sjúkrahúsum og læknum var áfram óheimilt að vera samtímis sérfræðingar í fleiri en einni aðalsérgrein læknisfræðinnar.34 í hinni nýju reglugerð hafði aðalsérgreinum í læknisfræði fjölgað um þrjár, bæst höfðu við atvinnulækningar, taugaskurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar.34 Taugalækningar fengu samkvæmt nýju reglu- gerðinni tvær undirsérgreinar. Veita mátti tauga- lækni sérfræðileyfi í einni undirsérgrein, annað- hvort í taugalífeðlisfræði eða taugameinafræði. Til að fá leyfi í undirsérgrein taugalækninga varð taugalæknir að hafa stundað tveggja ára sérnám í undirsérgreininni.34 Sérfræðinám í taugalækningum skyldi standa í 4!ú ár samkvæmt reglugerðinni 1986. Læknir í sérnámi í taugalækningum átti að starfa þrjú ár á taugalækningadeild, Ví ár á lyflækningadeild og eitt ár á deild eða stofnun sem tengdist greininni þar á meðal á rannsóknarstofnunum. Ekki var lengur krafist lA árs vinnu á geðdeild.34 Kári Stefánsson varð fyrstur taugalækna hér á landi til að fá sérfræðileyfi í einni undirgrein taugalækninga, þ.e. taugameinafræði 22. septem- ber 1986, stuttu eftir að hin nýja reglugerð gekk í gildi.28 Sigurður Thorlacius fékk sérfræðileyfi í tauga- lækningum 1986. Sigurður hafði stundað sérnám í taugalækningum við Haukeland Sykehus í Björgvin í Noregi. Áður en hann hélt í sérnám árið 1981 var hann aðstoðarlæknir á taugalækningadeild Landspítalans. Sigurður varði doktorsritgerð, Myasthenia Gravis and Associated Autoimmune Disorders, við Björgvinjarháskóla 1989. Árið 1986 var Sigurður aðstoðarlæknir á taugalækningadeild Landspítalans og sérfræð- ingur í taugalækningum á stofu í Reykjavík. Hann var skipaður tryggingayfirlæknir við Trygg- ingastofnun ríkisins árið 1995 og er nú prófessor í tryggingalæknisfræði við Háskóla Islands.28-36 Næstur í röðinni til að hljóta sérfræði- viðurkenningu í taugalækningum var Finnbogi 1 2 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.