Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 17
Sigurbjörg Ólafur Guðjónsson. Þórdís Stefánsdóttir. Guömundsdóttir. var hann héraðslæknir í Blönduóshéraði í nokkra mánuði. I byrjun árs 1932 hélt hann til Björgvinjar í Noregi í sérfræðinám á lyflækningadeild á Haukeland sjúkrahúsinu. Jóhann fór einnig til Danmerkur og starfaði meðal annars á taugalækningadeild Kommunehospitalet og Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Árið 1935 hélt hann til íslands og starfaði sem aðstoðarlæknir á lyflækningadeild Landspítalans. í ársbyrjun 1937 var hann ráðinn tryggingayfirlæknir hjá Tryggingastofnun ríkisins en hún var stofnuð með lögum um alþýðutryggingar 1936. Frum- varp að lögum um almannatryggingar hafði Haraldur Guðmundsson (1892-1971) þingmaður Alþýðuflokks samið. Árið 1934 tók stjórn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks við völdum og sammæltist hún um víðtækar efnahags- og félagslegar umbætur þar á meðal lög um alþýðutryggingar sem tóku gildi 1. febrúar 1936.3'53 Árið 1942 gerðist einstakur atburður í íslenskum stjórnmálum vegna langvinnrar stjórnarkreppu. Þá var gripið til þess ráðs að skipa utanþingsstjórn undir forsæti Björns Þórðarsonar, lögmanns og héraðsdómara í Reykjavík. Björn varð forsætis- og heilbrigðisráðherra í þessari nýju stjórn. í utanþingsstjórn voru einnig þeir Einar Arnórsson hæstaréttardómari, sem varð dómsmálaráðherra, Vilhjálmur Þór bankastjóri, sem varð utanríkis- og atvinnumálaráðherra, Björn Ólafsson stórkaupmaður, sem varð fjármálaráðherra og Jóhann Sæmundsson trygg- ingayfirlæknir, sem var skipaður félagsmálaráð- Johann Sæmundsson. , „„ , , herra 22. desember 1942. Jóhann sagði af sér embætti félags- málaráðherra í apríl 1943 og tók Björn Þórðarson við ráðherraembætti hans.2254'55 Jóhann Sæmundsson varði doktorsritgerð við Karolinska Institutet í Stokkhólmi í Svíþjóð árið 1948. Ritgerð hans ber heitið Potassium concentration in human gastric juice. With special reference to parasijmpathetic stimulation during insulin hypoglt/cemia.3'56 í byrjun september 1948 tók Jóhann við embætti prófessors í lyflæknisfræði við Háskóla íslands en hann hafði verið skipaður í embættið í júlí árinu áður. Hann varð jafnframt yfirlæknir lyflækningadeildar Landspítalans. Nokkur styr stóð um veitingu prófessorsembættis því að læknadeild Háskóla íslands hafði lagt til að Óskari Þórðarsyni (1906-1995) sérfræðingi í lyflækningum yrði veitt embættið þar sem hann „hafði hlotið sem bestan undirbúning undir hið væntanlega starf" en Jóhann hlaut prófessorsstöðuna.57 Þegar Jóhann tók við starfi prófessors tók hann við embætti Jóns Hjaltalín Sigurðssonar lyflæknis og prófessors en hann hafði verið kertnari við Háskóla íslands frá stofnun skólans 1911.3- 58 Sverrir Bergmann taugalæknir telur að Jóhann hafi kennt læknanemum taugasjúkdómafræði og þannig „opnað hlið" fyrir sérgrein taugalækninga hér á landi.31 Árið 1954 fór Jóhann í leyfi vegna veikinda og kom aldrei aftur til kennslu. Hann lést í júní árið 1955.59 Þýskur taugalæknir leitar hælis á íslandi Sama ár og Jóhann Sæmundsson hlaut sérfræði- leyfi í taugalækningum 1938 kom hingað til lands flóttamaður af gyðingaættum, Karl Moritz Kroner (1878-1954) að nafni. Karl hafði búið í Berlín ásamt LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.