Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 23
Vesturálma Landspítalans ísmíðum. í nóvember 1967 tók taugalækningadeild til starfa á fyrstu hæð í nýja spítalanum. verki í andliti, lyktar- og bragðskynstruflanir, ýmsar gerðir af þvagfæratruflunum að ógleymdum heilablóðföllum og ýmsum blóðrennslistruflunum í heilaæðum.4 Þeir Kjartan og Gunnar skiptu með sér verkum á deildinni og gengu stofugang til skiptis. Um áramótin 1968 og 1969 var læknaritari ráðinn við deildina en staðan hafði verið auglýst. Gunnar óskaði eftir því við skrifstofu Landspítalans að notuð yrðu sálfræðipróf í starfsmannaviðtölum á taugalækningadeild en þessi próf þóttu gefast vel við ráðningar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum. Eiríka Urbancic sem sótti um ritarastarfið í lok árs 1968 segir í viðtali að hún hafi verið boðuð í tveggja klukkustunda starfsmannapróf vegna ritarastöðunnar og komið að fullsetinni kennslustofu á 1. hæð í tengiálmu Landspítalans. Eiríka segir að nokkrum dögum eftir prófið hafi Gunnar hringt í sig og hún verið ráðin ritari en þá hafði deildin verið starfrækt í rúmt ár. Eiríka starfar enn á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi, nú sem skrifstofustjóri hennar.87 Árið 1970 tók Herdís Helgadóttir við sem deildarhjúkrunarkona þegar Guðrún Elíasdóttir lét af störfum. Herdís starfaði sem deildarstjóri taugalækningadeildar næstu 14 árin þegar Ingibjörg Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við í ágúst 1983.88 í júní 1984 urðu verulegar breytingar á starfsemi taugalækningadeildar þegar deildin fékk nokkur rúm í geðdeildarbyggingunni. í fyrstu voru þar eingöngu dagvistunarsjúklingar en 12. nóvember 1984 voru fyrstu legusjúklingamir lagðir þar inn.87-89 Aðdragandi að flutningi taugalækningadeildar hafði verið ákveðinn í ágúst 1983 en þá samþykkti stjórnarnefnd Ríkisspítala tillögu læknaráðs Landspítalans um að legudeild endurhæfingardeildar skyldi flytja í húsnæði þar sem taugalækningadeild var staðsett. Flutningurinn hófst þó ekki fyrr en sumarið 1984 og 15. nóvember sama ár var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á hina nýopnuðu endurhæfingardeild, deild 11-E þar sem taugalækningadeildin hafði verið áður. Þremur dögum áður höfðu fyrstu legusjúklingar taugalækningadeildarinnar verið lagðir inn á taugalækningadeild í geðdeildar- byggingunni.90 Við flutning út í geðdeildarbyggingu var taugalækningadeild nefnd 32A og var hún staðsett á 2. hæð. Olga Hákonsen varð deildarstjóri þar 1985. Þegar Olga hætti 1987 tók Oddný Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur við og starfaði hún sem deildarstjóri til 1990.1 september sama ár tók Jónína Hafliðadóttir hjúkrunarfræðingur við deildarstjórn taugalækningadeildar og átti hún eftir að gegna því starfi næstu 19 árin.88-91 Það voru ekki eingöngu sjúklingar tauga- lækningadeildar sem nutu þjónustu lækna hennar því að sumarið 1981 var farið að senda einn af sérfræðingum deildarinnar reglulega á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) til að skoða sjúklinga og ráðleggja um meðferð þeirra. Kemur fram í ársskýrslu Ríkisspítala 1981 að það hafi verið mikils virði fyrir sjúklinga norðanlands og fækkaði þetta að einhverju leyti innlögnum á taugalækningadeild sem var jú staðsett í Reykjavík. Þetta sama ár var einnig farið að senda taugalækni til heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum í sama tilgangi, þ.e. að skoða sjúklinga og veita ráðleggingar um meðferð þeirra. Gunnar Guðmundsson, John Benedikz og Grétar Guðmundsson fóru í þessar ferðir.92-93 Haustið 1981 fór taugalæknir frá taugalækn- ingadeild Landspítalans tvisvar í viku á Reykjalund og skoðaði sjúklinga með sjúkdóma í taugakerfi. Vegna þessarar þjónustu við Reykjalund var hægt að senda töluvert af sjúk- lingum taugalækningadeildar þangað mun fyrr til endurhæfingar en ella hefði orðið.92 Á árunum 1987-1996 fór Einar Már Valdimarsson mánaðarlega taugalækningaferðir til Akureyrar en 1996 hóf Gunnar Friðriksson að starfa sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur í taugalækningum á Akureyri.28 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.