Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 24
Sigríður Bachmann skenkir víni íglös í tilefni opnunar taugalækningadeildar. Um miðjan júní 1994 var taugalækn- ingadeildinni í fyrsta skipti lokað í sparnaðar- skyni að sumarlagi og þegar hún var opnuð aftur í ágúst voru 12 af 22 rúmum hennar nýtt. Hluti deildarinnar var þó notaður fyrir dagdeildarsjúklinga. Taugalækningadeild var aftur lokað í sparnaðarskyni í júní 1995 og var hún opnuð aftur í byrjun september sama ár en þá á gangi 11-B á Landspítalanum. Þar hafði taugalækningadeild aðeins afnot af 10 sjúkrarúmum og kemur fram í ársskýrslu Ríkisspítala 1995 að á þeim tíma sem deildin hafði afnot af sjúkrarúmum á 11-B hafi 105 sjúklingar verið lagðir inn á taugalækningadeildina en ekki kemur fram hversu margir sjúklingar með taugasjúkdóma voru lagðir inn á aðrar deildir spítalans. Taugalækningadeild flutti aftur út í geðdeildarbyggingu Landspítalans í janúar 1996.94'96 Vegna þessara tíðu flutninga deildarinnar þótti læknum í Taugalæknafélagi íslands ástæða til að koma á framfæri mótmælum vegna samdráttar í þjónustu við sjúklinga með taugasjúkdóma á Landspítalanum. Á fundi sem haldinn var í Taugalæknafélaginu 13. nóvember 1995 var ákveðið að senda ályktun til Ingibjargar Pálmadóttur þáverandi heilbrigðisráðherra og Guðmundar G. Þórarinssonar formanns stjórnar- nefndar Ríkisspítala þar sem skorað var á þau að sjá til þess að taugalækningadeild Landspítalans yrði opnuð eins fljótt og verða mætti. í ályktuninni kom einnig fram að þjónusta við sjúklinga með langvarandi taugasjúkdóma á Landspítalanum hefði dregist verulega saman og löng lokun deildarinnar sundrað þjálfuðum hópi starfsfólks sem margt hvert hefði starfað á deildinni árum saman. Þá sagði enn fremur að svo gæti farið að mikil sérþjálfun starfsfólks tapaðist og afleiðingar Mynd tekin viðopnun taugalækningadeildar Landspítalans. Talið frá vinstri: Hörður Bjarnason hiisameistari ríkisins Fjóla Tómasdóttir hjúkrunarkona, Guðrún Elíasdóttir deildarhjúkrunarkona, Sigríður Bachmann forstöðukona spítalans, Kjartan R. Guðmundsson yfirlæknir og Ólafur Bjarnason prófessor í meinafræði ogforstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. af völdum þess yrðu „augljósar fyrir þann stóra hóp sjúklinga með vefræna taugasjúkdóma" sem þyrfti á þjónustu að halda.25 Svo virðist sem ekki hafi verið tekið á því ófremdarástandi sem skapaðist á taugalækn- ingadeild vegna fækkunar á sjúkrarúmum deild- arinnar. Samkvæmt ársskýrslu Ríkisspítala árið 1996 kemur fram að frá 1. apríl 1996 hafi sex til átta sjúkrarúm taugalækningadeildar verið notuð fyrir sjúklinga sem þurftu á öldrunarmati að halda. Á deildinni voru 22 sjúkrarúm þannig að taugalækningadeildin hafði aðeins á 17 rúmum að skipa og var sérstaklega tekið fram í skýrslunni að fækkun legurúma hefði valdið sjúklingum og aðstandendum þeirra ómældum erfiðleikum og „álag á starfsfólk [deildarinnar] verið gríðarlegt".97 Legurúmum á deildinni fækkaði um helming í ársbyrjun 1998 þegar öldrunardeild flutti inn á deildina.98 Þann 1. janúar 1998 var Elías Ólafsson skipaður prófessor í taugasjúkdómafræði við læknadeild Háskólans og yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans. Fimm umsækjendur voru um stöðuna sem auglýst hafði verið um mitt árið 1996." Þetta voru taugalæknarnir Elías Ólafsson, Finnbogi Jakobsson, Martin Grabowski, Páll Eyjólfur Ingvarsson og Sigurlaug Svein- björnsdóttir. Ráðning Elíasar gekk ekki alveg þrautalaust því að þrír umsækjendur gerðu athugasemdir við störf dómnefndarinnar sem hafði mælt með „Elíasi Ólafssyni í starf prófessors í taugasjúkdómafræði og yfirlæknis taugalækningadeildar Landspítalans."100 Einn 24 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.