Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 27
Afhending CT-tækis á Landspítanum 8. október 1982. Talió frá vinstri Jón Lárus Sigurðsson röntgenlæknir sýnir notkun tækisins, Svavar Cestsson þáverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiður Ingadóttir blaðamaður á Þjóðviljanum og Almar Grímsson ráðuneytistjóri. Árið 1992 fékk röntgen- og myndgreiningadeild Landspítalans segulómunartæki. Tækið sem keypt var frá General Electric í Frakklandi var fyrsta segulómunartæki á landinu og kom til landsins 7. janúar 1992. Segullinn sjálfur er uppistaða tækisins og byggir myndgreiningu á seguleiginleikum vetniskjarna mannslíkamans.105'108'109 Segulómun (magnetic resonance imaging, MRI) er einkar hentug til skoðunar á miðtaugakerfi og kemur fram hjá Elíasi Ólafssyni taugalækni að tækið hafi breytt möguleikum á greiningu og meðferð sjúklinga með sjúkdóma í miðtaugakerfi.110 Ein rannsókn sem taugalæknar láta fram- kvæma hjá sjúklingum sem fengið hafa blóð- þurrðarslag og TIA er hálsæðaómun. Þær eru framkvæmdar til að skima eftir þrengslum í hálsæðum og hafa verið gerðar á röntgendeild Landspítala, í Domus Medica og Læknasetrinu og auk þess á rannsóknastofu Guðmundar Jónssonar. Hálsæðarannsóknastofa Guðmundar var flutt yfir á taugarannsókn Landspítala við Fossvog 2003 þegar Enchtuja Suchegin taugalæknir fór að vinna á taugalækningadeild í Fossvogi.111 Heilaritunarþjónusta Ríkisspítala Með heilariti eða EEG (electroencephalography) eru mældar rafspennubreytingar á höfði sem eiga upptök í heila. í lok árs 1963 hófst heilaritun á Landspítalanum þótt taugalækningadeild hefði ekki hafið starfsemi. Spítalinn keypti 8 rása tæki af Kayser-gerð og sá Maja Sigurðardóttir sálfræðingur um að taka heilaritin. Hún hafði lært að taka heilarit hjá William Grey Walter (1910-1977) lífeðlisfræðingi sem starfaði við Röntgenbúnaður sem notaður var við arteriografia cerebralis. Lysholms höfuðrannsóknaborð. Röntgenlampinn á boga, uppsett fyrir hliðarmyndatöku. Fyrsta heilaritstækið (EEG) á íslandi. Tækið notaði Kjartan R. Guðmundsson á læknastofu sinni í Lækjargötu. þróun á heilaritum, fyrst á Maudsley Hospital í Lundúnum en síðan við Burden Neurological Institute í Bristol á Englandi. Úrlestur heilarita á Landspítalanum var í höndum Kjartans og Gunnars.4'U2í janúar 1964 var auglýst í dagblöðum eftir karli eða konu til að stjórna heilaritunartæki Landspítalans. Tekið var sérstaklega fram í auglýsingunni að náms- og æfingartími í meðferð tækisins tæki eitt til tvö ár en það er sá tími sem álitið er að þurfi til að læra að nota slíkt tæki.113 Um þessa stöðu sótti Jóhann Finnbogi Guðmundsson, fyrrverandi flugumferðarstjóri, en hann hafði dvalið um tveggja ára skeið í Saudi- Arabíu á vegum Sameinuðu þjóðanna og kennt þar flugumferðarstjórn. I viðtali sem haft var við LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.