Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 33
Denis Williams eftir komu hans til íslands í júní 1972 sagði hann að fyrir fáeinum árum hefðu læknar svo til ekkert vitað um heilann og staðið ráðþrota gagnvart hvers kyns sjúkdómum í honum en á síðustu árum hefðu orðið gríðarlegar framfarir í rannsóknum á heilanum. Hann taldi að þessar rannsóknir slægju út framfarir í kjarnorkuvísindum. í máli hans kom einnig fram að nú væri hægt að lækna ýmsa sjúkdóma í heila sem læknar kunnu engin ráð við fyrir fáeinum árum. Hann taldi að markverðastar væru rannsóknir og lækningar á heilablóðfalli sem hefði fleygt svo fram að með ólíkindum væri og benti á þá staðreynd að nú væri heilablóðfall ekki lengur dauðadómur heldur mætti í mörgum tilfellum lækna það svo að sjúklingurinn fengi með tímanum góðan bata.125 Denis Williams flutti fyrirlestra á Landspítal- anum um flogaveiki, á Borgarspítalanum um heilablóðföll og á Kleppsspítala fjallaði hann um breytingar á heilariti afbrotamanna. Mun hann lengi hafa rannsakað það fyrirbrigði og helstu niðurstöður hans voru á þá leið að hjá þeim afbrotamönnum sem framið höfðu ofbeldisglæp, svo sem morð eða nauðgun, sýndi heilaritið yfirleitt ekkert óvenjulegt umfram það sem var að finna hjá venjulegu fólki. Hins vegar væru heilarit hjá þeim sem staðnir höfðu verið að árásar- eða ofbeldisglæpum hvað eftir annað talsvert frábrugðin og taldi hann það benda til þess að ástæðu atferlis þeirra væri að leita í heilaveilum fremur en ytri aðstæðum.124125 Denis Williams dvaldi á íslandi í nokkra daga og fór ásamt Sverri Bergmann taugalækni í ferðalag, þar á meðal til Flateyjar á Skjálfanda.31 Hann kom hingað aftur í byrjun desember 1974 og var andmælandi þegar Kjartan R. Guðmundsson yfirlæknir varði doktorsritgerð sína, Epidemiological studies of neurological diseases in lceland, við Háskólann.31-126 Fyrstu aukafélagar í Taugalæknafélagi íslands Á aðalfundi sem haldinn var í Taugalæknafélaginu 11. október 1971 óskaði Sverrir Bergmann eftir því að heilaskurðlæknum og Denis Williams, hinum heimsþekkta taugalækni, yrði boðið að gerast aukafélagar í félaginu.1 Heilaskurðlæknarnir sem Sverrir átti við voru Frá heimsókit Denis Williams til íslands 1972. Taliðfrá vinstri: Peter Rugde taugalæknir, Gunnar Guðmundsson yfirlæknir, Sverrir Bergmann taugalæknir, Denis Williams taugalæknir, Kjartan R. GuÖmundsson yfirlæknir og John Benedikz taugalæknir. Bjarni Hannesson og Kristinn Guðmundsson. Á fundi sem haldinn var í Taugalæknafélagi íslands 15. mars 1972 mættu Bjarni og Kristinn sem áheyrnarfulltrúar í boði stjórnar félagsins. Endanleg ákvörðun um inngöngu aukameðlima í félagið var tekin fyrir á fundi 12. júlí 1972. Þá stakk Kjartan upp á því að Bjarna, Kristni, Jóni L. Sigurðssyni og Hannesi Blöndal yrði boðið að gerast aukafélagar í félaginu og var tillagan samþykkt. Gunnar Guðmundsson stakk upp á því að bjóða einnig Jónasi Hallgrímssyni að gerast aukafélagi og var það einnig samþykkt.1,25 Sverrir hafði þá boðið Denis Williams inngöngu í félagið sem aukafélaga sem hann og þáði.1,11,31 Fyrstu aukameðlimirnir sem gengu í Taugalæknafélag Islands urðu sex talsins. Denis Williams var sérfræðingur í taugalækningum í Lundúnum og hirðtaugalæknir bresku Frá vinstri: Peter Rudge, Denis Williams og Kjartan R. Guðmundsson. LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.