Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 37

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 37
Ásgeir B. Ellertsson. Sólrún Ragnarsdóttir. Sólrún hjúkrunarfræðingur starfar nú á taugalækningadeild Landspítala í Fossvogi.130, 134-135 Álfheiður Ólafsdóttir hætti sem deildarstjóri 1980 og við tók Þórdís Á. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún hætti á miðju ári 1989 og þá var Bergljót Þórðardóttir ráðin sem deildarstjóri.134-135 Haustið 1990 var ráðinn nýr deildarstjóri, Ingibjörg S. Kolbeins, en þá var Bergljót hætt.136 Ingibjörg starfaði sem deildarstjóri þar til deildin var sameinuð taugalækningadeild Landspítalans og þær fluttu saman inn í Fossvog 2002. Haft er eftir Ásgeiri B. Ellertssyni, yfirlækni endurhæfingardeildar Borgarspítalans að eftir að Grensásdeild tók til starfa 1973 hafi taugalæknar aðallega verið ráðgefandi á Borgarspítalanum en þegar frá leið hafi verið farið að taka sjúklinga með taugasjúkdóma inn á Grensás. Ásgeir segir að þegar Einar Már Valdimarsson taugalæknir hafi komið til starfa á Grensási í kringum 1980 hafi verið ákveðið að deildin á Grensási tæki alla sjúklinga með taugasjúkdóma sem til Borgarspítalans leituðu „ekki síst hinn stóra hóp heilablóðfallssjúklinga".131 Árið 1988 var deild E-61 á Grensási breytt í endurhæfingar- og taugalækningadeild og þótti sú nafngift meira í samræmi við starfsemi deildarinnar en áður.137 Þar með var formlega stofnuð taugalækningadeild við Borgarspítalann. Þegar ákveðið var að taugalækningadeild yrði á Grensási var farið að taka við sjúklingum sem voru með sjúkdóma frá heila og taugakerfi. Kemur fram í viðtali við Ásgeir að lyflæknar hafi fagnað því að taugalækningadeild var komið á við Borgarspítalann því að þeir „fundu að þetta var eitthvað sem þeir réðu ekki við og vildu gjarnan að við sæjum um".131 Grensásdeild tók til starfa árið 1973. Á taugalækningadeild Borgarspítalans starfaði starfsfólkið í teymisvinnu því að áhersla var lögð á „samfellu fyrir sjúklinginn í rannsókn, meðferð og endurhæfingu frá fyrsta degi til útskriftar."131 Lauk endurhæfingunni á deildinni því annaðhvort með því að sjúklingar útskrifuðust heim eða til hjúkrunarvistar á hjúkrunar- og endurhæfingardeildinni við Barónsstíg í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.131 Heilblóðfallseining með 15 sjúkrarúmum tók til starfa á Grensásdeild 1992 og var einingin staðsett á deild E-61. Þá tók deildin að sinna bráðavöktum í taugalækningum þá daga sem spítalinn var á vakt. Lamaðir sjúklingar komust þannig strax í rannsókn, meðferð og endurhæfingu.138 Kom fram í ársskýrslu Borgarspítalans að þetta væri nýjung hérlendis og hefði reynst vel. Flýtti það bata og dró úr fötlun heilablóðfallssjúklinga.136 Einar Már Valdimarsson taugalæknir leiddi starfsemi eining- arinnar.138 Árið 1993 voru fjórar einingar á taugalækn- ingadeild Borgarspítalans, þ.e. almenn tauga- lækningaeining, heilablóðfallseining og verkja- eining. í lok ársins 1993 bættist við biðeining en hún var fyrir sjúklinga sem höfðu lokið meðferð og biðu langvistunar á heimili eða stofnun.139 Árið 1997 var nafni deildarinnar, E-61 brey tt í R- 3 og kemur fram í ársskýrslu fyrir Borgarspítalann að fjölmennasti innlagnarhópurinn á deildina hafi verið heilablóðfallssjúklingar.140 Ári síðar var Grensásdeild skipt í sjálfstæða endurhæfingardeild og taugalækningadeild. Ásgeir B. Ellertsson var áfram yfirlæknir taugalækningadeildarinnar.130 Stefán Yngvarsson, sérfræðingur í orku- og endur- hæfingarlækningum, varð yfirlæknir endur- hæfingarinnar.28'138 Taugalækningadeildin á Grensási starfaði til LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 37
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.