Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 69
vel þekkta bók, sem heitir Prnctical Neurology, og hafa lærisveinar Matthews haldið minningu hans ogbókarinnar á lofti með útgáfu tímarits með sama heiti. Eftirmaður Gilliatts við National Hospital var David Marsden (1938-1998). Hann hafði frá 1972 gegnt prófessorsstöðu í taugalækningum við Institute of Psychiatry og Kings College Hospital. The Neurological Society of London var stofnað 1886, og var Hughlings Jackson fyrsti forseti þess. The Association of British Neurologists varð til 46 árum seinna eða 1932. Þýsku ríkin — Vandinn að eiga tvo feður30 32 Akademískt sjálfstæði hefur mikil áhrif á þróun læknisfræðigreina, sem öðlast það, bæði innan háskóla og sjúkrahúsa. Þegar Jean-Martin Charcot varð prófessor í taugalæknisfræði, var það viðurkenning á starfi hans á Salpétriére, en um leið efldi það mjög stöðu taugalæknisfræðinnar í París. The National Hospital við Queen Square í London, ásamt Institute of Neurology, varð öflug og sjálfstæð „postgraduate" stofnun í taugalæknisfræði innan Lundúnaháskóla. Það er þó álit sumra, að þessi samþjöppun „valdsins" hafi í raun verið óhagstæð fyrir þróun greinarinnar í Bretlandi.33 í þýsku ríkjunum átti taugalæknisfræði sér tvo feður, lyflæknisfræði og geðlæknisfræði, sem gerði sjálfstæðisbaráttuna erfiða.34 Sagan byrjar í Berlín í upphafi 19. aldar. Humboldt-háskóli í Berlín var stofnaður 1810, og fór læknakennsla fram á ýmsum sjúkrahúsum Berlínar. Charité sjúkrahúsið þar í borg var stofnað 1710 fyrir pestarsjúklinga og var þá staðsett utan Berlínarmúra. Seinna var það gert Charité sjúkrahúsið í Berlín um 1800. að hersjúkrahúsi, þar sem herlæknar fengu þjálfun. Lyflæknadeild háskólans flutti starfsemi sína á Charité 1828, og síðar voru margar af nýbyggingum læknadeildar háskólans reistar á lóð Charité. Gamla geðdeildin á Charité flutti 1835 í nýtt hús með 220 rúmum. Húsið leit út eins og fangelsi, enda margir geðveikir afbrotamenn þar innilokaðir. Moritz Heinrich Romberg (1795-1873) lærði læknisfræði við hinn nýja Berlínarháskóla og útskrifaðist árið 1817. Næstu tvö árin vann hann við krufningar á sjúklingum, sem látist höfðu úr mænu- og heilasjúkdómum. Fékk hann á þessum árum áhuga á taugasjúkdómum og varði 1830 doktorsritgerð um heilablæðingar. Romberg varð yfirlæknir Hinnar konunglegu lyflæknisgöngudeildar (Königlich-Poliklinische Institut fur Innere Medizin) á Charité 1842, og á árunum 1840-1846 gaf hann út rit sitt Lehrbuch der Nerven-Krankheiten des Menschen, sem telst vera fyrsta kennslubók í taugalæknisfræði. Romberg var skipaður prófessor í lyflæknisfræði 1845 og hafði sérstaklega með taugasjúklinga að gera. Önnur útgáfa bókar hans kom út í einu lagi árið 1851, og í þeirri útgáfu lýsir hann, hvernig sjúklingar með tabes dorsalis missa jafnvægið, þegar þeir loka augunum eða eru í myrkri - svokallað Rombergsteikn. Prófessorsstaða í geðlækningum var stofnuð í Berlín 1839. Staðan var veitt Karli Wilhelm Ideler (1795-1860), sem auk þess var yfirlæknir á geðdeild Charité.35 Aðstoðarlæknir hans síðustu árin var Karl Otto Frederic Westphal (1833- 1890), mikill áhugamaður um taugalækningar og taugalíffærafræði. Þegar Ideler lést, var beðið með að ráða í starfið, en að lokum var það auglýst 1865, og var Wilhelm Griesinger (1817-1868) ráðinn. Hann hafði verið prófessor í lyflæknisfræði í Tubingen frá 1854. Ungur hafði hann starfað LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.