Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 81

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 81
Per Johan Wising. FrithiofLennmalm Fyrsti Malmstenski prófessorinn var Per Johan Wising (1842-1912). Hann lærði við Karolinska Institutet. Wising fór margar námsferðir til Frakklands og dáði Jean-Martin Charcot og Louis Pasteur (1822-1895), sem hann minntist oft á í innsetningarræðu sinni. Wising tók upp skipulagða kennslu í fræðigreininni, en þremur árum eftir að hann tók við starfinu, sagði hann því lausu af heilsufarsástæðum. Varð hann eftir það virtur læknir í prívat praxis og ritstjóri blaðsins Hygiea. í kennarastólinn settist nú Frithiof Lennmalm (1858-1924) og sat þar næstu 32 árin. Hann lærði læknisfræði í Lundi og starfaði þar um hríð. Taugalækningadeildin á Karolinska efldist undir stjórn Lennmalms, og útskrifuðust um 30 taugalæknar þaðan í hans tíð. Einn þeirra var Nils Antoni. Það var undir leiðsögn Lennmalms, sem Antoni hóf að rannsaka schwannoma- æxli í úttaugum. Lennmalm hafði lýst tvenns konar svæðum með ólíkum frumubreytingum, og þessi svæði athugaði Antoni nánar hjá 30 sjúklingum. Kallast þau nú Antoni A og Antoni B svæðin.64 Lennmalm skrifaði sögu Karolinsku stofnunarinnar og Sænsku læknasamtakanna. Hann sat lengi í læknisfræðilegu Nóbelsnefndinni. Hann var sanntrúaður mannkynbótasinni og reyndi að fá Nóbelsstofnunina til að stofna Nóbelsmannkynbótastofnun, en tillagan var felld með 9 atkvæðum gegn 8. Eftirmaður Lennmalms var Henry Marcus (1866-1944). Hann var prófessor frá 1924 til 1931. Marcus var gyðingur, faðir hans hafði flust til Svíþjóðar frá Þýskalandi. Antoni segir í minningarorðum um þennan forvera sinn, að „þrátt fyrir að vera ekki Aríi, var hann bláeygður og það voru einnig kona hans og börn". Marcus hafði dvalið í Frakklandi og var félagi í Société de neurologie de Paris. Einnig hafði hann Nils Ragnar Eugene Erik Lorenz Rndolf Antoni. Lysholm. lært í Þýskalandi hjá Aloi's Alzheimer, Emil Kraepelin og Frantz Nissl og hafði þá lagt stund á geðlæknisfræði. Hann hafði mikinn áhuga á taugaveiklun (neuroses), en árleg fyrirlestraröð hans um það efni var ávallt vel sótt. Árið 1929 kom til greina að veita Freud Nóbelsverðlaunin, og var Marcus einn af umsagnaraðilunum. Niðurstaða Marcusar var fremur neikvæð, og Freud varð að láta sér nægja Goethe verðlaunin 1930. Freud varð Fellow of the Royal Society í London 1936, og gladdi sú viðurkenning mjög hans gamla gyðingshjarta, en hann átti þá skammt eftir ólifað. Nils Antoni var prófessor frá 1931 til 1954. Rannsóknaráhugi hans beindist að sjúkdómum í mænu og breytingum í mænuvökva. í hans tíð öðlaðist Karolinska Institutet alþjóðafrægð í taugalækningum. Hér kom einnig til braut- ryðjandastarf Erik Lorenz Rudolf Lysholms (1891- 1947) í neuroradíólógíu65 og Herberts Olivecrona (1891-1980) í taugaskurðlækningum. Þessir tveir menn störfuðu náið saman. Röntgendeildin á Serafimerlasarettet, sem var stofnuð 1908, varð fljótlega mjög öflug. Upphafsmaður hennar var Gösta Forssell (1876-1950), en hann varð prófessor yfir sjálfstæðri röntgendeild 1926.66 Erik Lysholm var staðgengill hans frá 1931 til 1940 og var veitt persónuleg prófessorsstaða í neuroradíólógíu 1945. Serefimerskólinn í neuroradíólógíu varð víðfrægur. Englendingurinn James William Douglas Bull (1911-1987) fékk Rockefellerstyrk til að nema þar neuroradíólógíu 1938. Eftir seinni heimsstyrjöldina byggði Bull upp The Lysholm Department of Neuroradiology við National Hospital í London. Herbert Olivecrona lærði læknisfræði í Uppsala og á Karolinska Institutet. Á námsárunum var hann í tvö ár í meinafræði við Karolinska Institutet og á stofnun í Dortmund í Þýskalandi. Eftir námslok hélt hann til Leipzig til LÆKNAblaöið 2010/96 Fylgirit 64 81
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.