Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 93

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 93
Charles Karsner Mills. Moses Allen Starr. Edward Gamaliel Janeway (1841-1911), varð prófessor í taugalækningum 1876, en hafði meiri áhuga á öðrum sviðum læknisfræðinnar og var um tíma heilbrigðisfulltrúi New York borgar. Charles Loomis Dana (1852-1935) byrjaði í taugalæknisfræði hjá Janeway. Hann varð síðar prófessor við Comell University Medical College. Með honum starfaði James Ramsay Hunt (1872- 1937), sem síðar varð prófessor í taugalæknisfræði við Columbia University. Robert Foster Kennedy (1884-1952) tók við af Dana í Cornell 1915. Hann var íri frá Dublin, sem hafði hlotið þjálfun á Queen Square í London. Hann flutti til New York eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð taugalæknir á Bellevue Hospital. Eftirmaður Kennedys var Harold George Wolff (1898-1962), og verður minnst á hann síðar. Á Cornell byggðist upp öflug taugalæknisfræðideild. Presbyterian Hospital í New York er háskóla- sjúkrahús Columbia University og Comell Univer- sity. Columbia University var stofnaður árið 1754 og hét í byrjun Kings College. Læknaskólinn kallast The College of Physicians and Surgeons eða P&S og er frá þeim tíma, þegar læknadeild var stofnuð við Kings College 1767. Taugalæknisfræði á P&S byrjaði á Vanderbilt klíníkinni 1868, þegar Edward Constant Seguin (1843-1898) hóf þar störf. Seguin lauk læknisfræðinámi við P&S 1864. Á ámnum 1869 til 1870 dvaldi hann í fæðingarlandi sínu Frakklandi og nam hjá Brown-Séquard, Ranvier og Charcot. Hann var prófessor í taugalæknisfræði við Columbia frá 1871 til 1885. Á þessum tíma byggði hann upp taugalækningadeild, sem hann reyndi að gera að öflugri kennslustofnun. Það gekk eftir, og varð hún að Neurological Institute of New York árið 1909, og er hún nú staðsett við 710 West if U í ii im i iu t tr ii i u Neurological Institute ofNew York. 168th Street þar í borg. Eftirmaður Seguins var Moses Allen Starr (1854-1932). Hann hafði verið í Heidelberg hjá Erb og í Vínarborg hjá Meynert. Eftirmaður hans var Fredrick Tilney (1860-1938). Á Presbyterian Hospital var taugaskurðdeild í tengslum við Neurological Institute of New York, og var Charles Elsberg (1871-1948) ráðinn þar taugaskurðlæknir 1909. Þannig var samt málum háttað, að yfirmaður taugalækningadeildarinnar var einnig yfirmaður taugaskurðlækninga. Taugalæknirinn Starr skrifaði kennslubók í taugaskurðlækningum, án þess að hafa gert slíkar aðgerðir sjálfur. Taugaskurðlæknirinn Wilder Penfield (1891-1976) starfaði þama í nokkur ár, en taldi sig ekki geta þróað taugaskurðlækningar frekar vegna yfirgangs Tilneys. Það varð úr, að hann fór til Montreal í Kanada og byggði þar upp taugaskurðdeild og einbeitti sér að skurðaðgerðum við flogaveiki. Eftir að Tilney andaðist 1938, tóku tímabundið við kennslunni Walter W. Palmer (1882-1950), prófessor í lyflæknisfræði, og Robert Fredrick Loeb (1895- 1973), aðstoðarmaður hans við Columbia, en nafn þess síðara er þekkt fyrir Cecil-Loeb Textbook of Medicine. í stað Tilneys var árið 1939 ráðinn maður, sem bæði hafði sérhæft sig í taugalækningum og taugaskurðlækningum. Hinn nýi prófessor var Tracy Jackson Putnam (1894—1975). Hann hafði verið prófessor í taugalækningum við Harvard og taugalæknir á Boston City Hospital. Ekki er vitað með vissu, hvers vegna hann flutti sig frá öflugri taugalækningadeild yfir á deild, sem var á þeim tíma í hálfgerðri niðurmðslu. Vafalaust hefur hann séð ýmsa möguleika á þessum nýja LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.