Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 94

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 94
Tracij Jackson Putnam. jj Houston Merritt. vinnustað, en hann gerði sér ekki grein fyrir þeim erfiðleikum, sem starfinu fylgdi, þ.e. að vera yfirmaður tveggja hópa, sem litu báðir stórt á sig. Hann tók til við að byggja upp vísindastarfsemi á deildinni, réð þangað færa vísindamenn, og má segja, að hann hafi lagt hornstein að þeirri frægð, sem University of Columbia býr enn að í taugavísindum. Samt var óánægja með stjórn hans á deildinni, og 1947 neyddist hann til að segja af sér. I raun er enn óljóst hver vandinn var.97 Eftirmaður hans var H. Houston Merritt (1902- 1979), fyrrverandi samstarfsmaður Putnams í Boston. Hann var prófessor í taugalæknisfræði við Neurological Institute of New York frá 1948 til 1967. A þeim tíma fóru mörg hundruð verðandi taugalæknar í gegnum deildina, og 35 af fyrri nemendum hans settust síðar sjálfir í akademíska kennslustóla víðsvegar um Bandaríkin. Áhrif taugalæknisfræðinnar í New York hafa verið mikil. Boston stendur austan við Charles River, en vestan árinnar er Cambridge, og þar er hinn frægi Harvard háskóli. Harvard var stofnaður árið 1636, en læknakennsla hófst þar ekki fyrr en 1782. Saga taugalæknisfræði við Harvard Medical School tengist náið tveimur sjúkrahúsum í Boston, Massachusetts General Hospital, sem stendur rétt við fyrrnefnda á, og Boston City Hospital. Árið 1810 stóðu tveir læknar fyrir því ásamt 54 góðborgurum í Boston og nágrenni, að skorað var á borgaryfirvöld að byggja nýtt sjúkrahús. Þetta voru handlæknirinn John Collins Warren (1778- 1856) og lyflæknirinn James Jackson (1777-1867), en tveimur árum seinna byrjuðu þeir að gefa út Tlw Neiu Englnnd Journal of Medicine. Árið 1821 var sjúkrahúsið Massachusetts General Hospital Massachusetts General Hospital í Boston árið 1821: The Bulfinch building. (MGH) opnað. Rúmafjöldi var 95 í byrjun, en nýjar álmur og deildir bættust við í tímans rás. Fyrsti taugalæknirinn á MGH var James Jackson Putnam (1846-1918), föðurbróðir Tracy Jacksons, sem áður er nefndur. Hann lauk námi í læknisfræði við Harvard og varði doktorsritgerð sína þar 1870. Putnam fór síðan til Evrópu og dvaldi hjá Meynert í Vín og Hughlings Jackson í London. Eftir heimkomuna 1872 varð hann „outpatient electrician and neurologist" við MGH.98 Nafnið fékk hann vegna handknúins rafhleðslutækis, sem hann notaði til að gefa sjúklingum létt rafstuð. Þessi rafmeðferð ásamt því að gefa brómíð var það helsta, sem taugalæknir þess tíma gat boðið sjúklingum sínum upp á. Hann tengdi klíníska starfið neuropathológíu og var með litla neuropathológíska rannsóknastofu heima hjá sér. Árið 1891 lýsti hann hrörnunarbreytingum í mænu sjúklinga með anemia perniciosa. Hann var skipaður prófessor í taugalæknisfræði við Harvard 1893. Putnam, eins og margir taugalæknar fyrr og síðar, sá mikið af sjúklingum með starfræn einkenni og önnur taugaveiklunareinkenni á klíník sinni. Hann varð mikill stuðningsmaður sálkönnunar, en hann og Freud kynntust, þegar Freud kom árið 1909 í fyrirlestraferð til Clark University í borginni Worcester, sem er um 40 mílur vestan við Boston. Putnam varð fyrsti forseti American Psychoanalytic Association árið 1911. William Norton Bullard (1853-1931) var taugalæknir á Boston City Hospital og einnig við Childrens Hospital. Hann var einn af stofnendum State Hospital for Epileptics. Bullard var vel efnaður, og árið 1906 gaf hann Harvard Medical School sjóð til að kosta prófessorsstöðu í taugameinafræði nefnda eftir honum (Bullard 94 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.