Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Síða 6

Frjáls verslun - 01.05.2010, Síða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 C M Y CM MY CY CMY K FKA juni 2010.pdf 1 29.6.2010 16:33:11 RITSTJÓRNARGREIN Fjarar undan Jóhönnu Það hefur fjarað fremur hratt undan Jóhönnu Sigurð ar dóttur forsætisráðherra. Sem forsætis ráð ­ herra telst hún tvímælalaust áhrifamesta kona lands ins. En fylgi við ríkisstjórn hennar hefur minnkað veru­ lega sem og við Samfylkinguna þar sem hún gegnir formennsku. Hvað veldur? Margir segja að hún hafi ekki beitt áhrifum sínum sem skyldi í banka málum og ekki verið þar nægilega afgerandi. Þá finnst mörgum sem hún hafi ekki verið nægilega sýnileg og uppörvandi sem leiðtogi þjóðarinnar og hana hafi vantað að blása mönn um bar­ áttuvilja í brjóst. Hún er forsætisráðherra á erfiðum tímum þar sem ríkis sjóður er galtómur og hún tekst á við erfið og óvin sæl mál í dýpstu kreppu lýðveldisins. Það hljóta hins vegar að teljast tíðindi þegar Frjáls verslun gerir könnun á meðal kvenna um hvaða konur þær vilja í ríkisstjórn að nafn Jóhönnu Sig urðar dóttur forsætisráðherra er ekki nefnt. Og sú sem fær flest atkvæði er fag ráð­ herra sem er ekki á leið í stjórnmál. Frjáls verslun slær þessari könnun upp í blaðinu þótt úrtakið sé ekki stórt. Það var Gísli Kristjánsson, blaðamaður í Noregi, sem hafði veg og vanda af henni. Við hand­ völdum þrjátíu konur úr breiðum hópi og báðum þær að nefna þrjár konur sem þær vildu hafa sem ráð herra í ríkisstjórn kvenna. Um leið og svörin tóku að berast vakti athygli að nafn Rögnu Árnadóttur dóms­ og mannréttindaráðherra var áber andi oft nefnt en nafn forsætisráðherra aldrei. Og sú varð niðurstaðan. Þessi könnun er ekki hefðbundin, stór og yfirmáta vísindaleg með tilviljanakenndu úrtaki. Hugmynd kviknaði á ritstjórn að velja þrjátíu konur á eins konar stjórnlagaþing, sem nú er svo mjög í um ræðunni, og biðja þær að skipa ríkisstjórn kvenna, velja konur sem ráðherra í ríkisstjórn myndaðri af konum. Þess var sérstaklega gætt að velja konur úr öllum stétt um en að leita ekki eingöngu til kvenna í atvinnu ­ lífinu til að fá ekki of einsleitan hóp. Leitað var til málsmetandi kvenna úr flestum greinum þjóð lífsins; úr verslun og viðskiptum, ferðaþjónustu, útgerð, iðnaði, umönnunarstörfum, landbúnaði, stjórn málum, listum – og af landsbyggðinni sem höfuð borgar svæðinu. Því var lofað að þar sem úrtakið væri ekki stærra en raun væri yrðu nöfn þeirra ekki gefin upp – svo ekki yrði hægt að tengja konurnar við svörin og niður­ stöðurnar. Frjáls verslun ber alla ábyrgð á úrtakinu, hvernig það var valið, og hversu stórt – eða öllu heldur lítið það er. Það er margt sem kemur á óvart fyrir utan að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kemst ekki á blað. Helstu foringjar kvenna í stjórnmálaflokkunum tylla sér ekki í efstu sætin. Það segir talsverða sögu. Þegar bankahrunið varð fyrir bráðum 22 mánuðum urðu miklar umræður um það að hlutur kvenna myndi aukast í atvinnulífinu þegar kæmi að endurreisninni. Sérstaklega var haft á orði að þær konur sem stæðu í stafni í bönkunum væru á meðal valdamestu kvenna atvinnulífsins – og að munur væri á því að vera í áhrifastöðu eða hafa áhrif; þ.e. beita áhrifum sínum. Frjáls verslun velur að þessu sinni 100 áhrifamestu konur atvinnulífsins og er það sjöunda árið í röð sem tímaritið stendur fyrir þessu vali. Nokkrar breytingar eru á listanum; en samt engar stórvægilegar. Þær helstar að konur sem voru í bankaráðum eru hættar og nokkrar nýjar komnar í staðinn. Við gerð listans yfir áhrifamestu konurnar í atvinnu ­ lífinu leituðum við til nokkurra þekktra kvenna og karla – sem og til nokkurra kvenna í stöðu milli stjórnenda – og hlustuðum eftir þeirra sjónar miðum. Þar kom fram sú útbreidda skoðun að konum finnst sem hlutur þeirra sem stjórnendur í fyrirtækjum hafi rýrnað eftir hrunið haustið 2008. Að venju birtum við lista yfir þær konur konur sem sitja í stjórnum 150 stærstu fyrirtækja landsins og þær sem sitja í framkvæmdastjórnum sömu fyrir tækja. Ingibjörg María Gísladóttir, blaðamaður og guð fræðinemi, gerði þessa könnun fjórða árið í röð. Hún vekur athygli á því í blaðinu að í þeim tilfellum, sem hún hafði samband við fyrirtækin símleiðis, gætti meira óöryggis og hræðslu við að gefa upp umbeðnar upplýsingar. Útkoman er sú að verr gekk að afla þessara upplýsinga en áður. Það er skelfilegt ef ótti, hræðsla og þöggun hafa aukist innan fyrirtækja eftir hrun þegar umræðan hefur öll gengið út á að byggja upp þjóðfélag þar sem bætt siðferði og aukið gegnsæi í rekstri fyrirtækja gæfi tóninn. Eftir stendur hins vegar að það hefur fjarað fremur hratt undan áhrifamestu konu landsins, Jóhönnu Sigurðar ­ dóttur, á aðeins rúmu ári. Hún kemst ekki á blað. Jón G. Hauksson Mörgum finnst Jóhanna ekki hafa verið nægilega sýnileg og uppörvandi sem leiðtogi þjóðarinnar og hana hafi vantað að blása mönnum baráttuvilja í brjóst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.