Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.05.2010, Qupperneq 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Við erum heilsteypt og dugleg þjóð að upplagi. Við fórum út af braut­ inni 2004­2008, við erum að skríða saman og nú glittir í gömlu gildin aftur sem voru svo góð og ég er mjög ánægð með það. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Að láta greina betur hver raunveruleg fjárþörf er fyrir landið áður en ákveðið er að skella sköttum á hér og þar, bæði á einstaklinga og fyrirtæki, og þar með stöðva allan rekstur í landinu og drepa niður neistann í vinnandi fólki. Ég myndi vinna í að auka bjart sýnina hjá þjóðinni með því að hraða aðgerðum í heimilis­ og fyrir tækja­ vandamálum áður en haustið skellur á – ekki veitir af. And legi þátt­ urinn er mjög mikilvægur í öllu þessu ástandi, við verðum að vera heilsuhraust til að takast á við það. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Þeir eiga að stytta ferlið og taka sneggri ákvarðanir og klára málin. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Þú þarft að vera með upplýsingar frá stjórnmálamönnum til að geta metið það. Ég veit ekki allt sem þeir vita. Ég vil halda í þá von að það versta sé afstaðið. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Ég tel að við séum með mjög ólíkan stjórnunarstíl. Við erum var­ kár ari og karlar eru upp til hópa djarfari; ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að best sé að hafa blandaðar stjórnir. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Að vinna ávallt af heilindum. Sjáðu fljótt heildarmyndina og deildu verkefnum niður. Lærðu hratt af mistökum. – Viðskiptalífið yrði betra ef … … virðisaukaskattur og tollar yrðu lækkaðir.  Svava situr í stjórn NTC, stjórn Viðskiptaráðs, stjórn Kringlunnar og stjórn FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri). – Hvaða árangur ertu ánægð­ ust með innan þíns fyrir tækis? Orðið árangur hefur fengið aðra merkingu; áður fannst mér það vera yfir eitthvað jákvætt. Núna er árangur í mínum huga að hafa getað dregið saman og halda sjó. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóð félag­ inu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Meiri nægjusemi, aðhald í neysluvenjum og þreyta eru einkenni sem ég finn fyrir, bæði hjá viðskiptavinum og þeim sem í kringum mig eru. Umræðan er þó á þann veg að nú sé nóg komið og reynt verði að gera gott úr því sem hver og einn hefur. Ég held að þessi kynslóð fari aldrei í sama farveg aftur. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Flokkakerfið virkar ekki í dag. Það er alltaf verið að hvetja þjóðina til að standa saman og leggjast öll á eitt, það gera stjórnmálamenn ekki. Forsætisráðherra á að rjúfa þing og mynda þjóðstjórn með hæfasta fólkinu sem fyrirfinnst til að vinna þjóðina úr vandanum. – Fjárhagsleg endurskipulagn­ ing fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Það er ekki verjandi að bankarnir haldi áfram að reka fyrirtæki sem þeir hafa yfirtekið. Þetta er órétt látt gagnvart keppinautum sem berjast við að halda áfram í óvæginni samkeppni. Bank arnir verða að sýna meira umburðar­ lyndi en áður gagn vart fyrir­ tækjum – tíminn er dýr mætur þáttur í rekstri á meðan við erum að komast yfir erfið asta hjallann. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Teiknin eru mér ekki sjáanleg. Enn ríkir mikil óvissa jafnt í atvinnumálum og úrlausnum fyrir heimilin. Lækkun vaxta er hvetjandi fyrir fjárfesta til að koma hreyfingu á alla þessa peninga í bönkunum. Það þarf að koma hjólum atvinnulífsins á meiri ferð og fólkið sem á peninga á að fara að njóta þeirra með því að opna aftur budduna. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórnendum? Klisjur eru leiðinlegar. Karlar og konur eru ekki og verða aldrei eins, sem betur fer. Það eru persónuleiki, hæfni og aðferðir sem ráða því hversu góður stjórn andi er, munurinn hefur ekkert með kyn að gera. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Góður húmor er kostur í stjórn­ um, bros geta gert kraftaverk. Viðskiptalífið yrði betra ef … … peningarnir í bönkunum kæmu í vinnu aftur!  María situr í stjórn Drangeyjar. „Að vinna ávallt af heilindum. Sjáðu fljótt heildarmyndina og deildu verkefnum niður. Lærðu hratt af mistökum.“ María Maríusdóttir, kaupkona í Drangey KÍMNI ER KOSTUR Brynja Halldórsdóttir, frkvstj. Norvikur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.