Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.05.2010, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 1 0 57 Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna – Hvaða árangur ertu ánægðust með innan þíns fyrirtækis? Að hafa tekið þátt í að stofna banka einu ári fyrir fordæmalaust efnahagshrun vestrænnar þjóðar – og hafa lifað af. Það var okkar gæfa að hafa farið varlega í sakirnar og staðið traustum fótum fyrir hrun. Við gátum því tryggt rekstrarhæfi bankans en haldið honum um leið í eigu hluthafa sam­ hliða því að tryggja endurgreiðslu á láni eina kröfuhafa bankans. – Finnur þú fyrir nýjum tímum og nýrri hugsun í þjóðfélaginu eða finnst þér allt vera að fara í sama farveg aftur? Í kjölfar þeirrar gagnrýnislausu hjarð­ hegð unar sem ríkti meðal æðstu manna fyrir hrun hlýtur jarðvegurinn í dag að vera frjórri fyrir aðkomu einstaklinga með mis munandi bakgrunn og skoðanir. Allir verða að læra af þeirri einhliða nálgun sem ríkti fyrir hrun ætli þeir að lifa af. Ég óttast hins vegar alvarlega hik og hræðslu við ákvarðanatöku víða í kerfinu, því stöðn ­ un getur leitt til sömu hamfara og þau vondu verk sem unnin voru í og fyrir hrun. – Ef þú yrðir forsætisráðherra í einn dag; hvert yrði þitt fyrsta verk? Leggja allt í sölurnar til að ná fram einhug og samkennd meðal þjóðarinnar og þá ekki síst á Alþingi. Ég held að þjóðin upp ­ lifi vinnubrögð Alþingis líkt og barn sem fylgist með foreldrum sínum rífast alla daga og óttast mest afleiðingar yfirvofandi skiln aðar foreldra sinna og endanlegrar sund rungar þeirra. – Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er mál málanna. Hvernig geta bankarnir hraðað þessu ferli? Bankarnir verða að horfa á endurskipu ­ lagninguna í stærra samhengi en skamm­ tímaárangri einstakra starfsmanna, stjórn enda, deilda eða banka. Það er lífsspursmál að við komum hagkerfinu okkar í gang án tafar – og það gerist ekki nema við komum líf vænlegum fyrirtækjum í hendurnar á fjárfestum og góðir stjórnar­ hættir (e. corporate governance) verði viðhafðir í hvívetna. – Sérð þú einhver teikn á lofti um að það versta sé að baki í atvinnulífinu? Ég skynja mikinn baráttuvilja og von hjá einstaka fyrirtækjum – en ákvarðanafælni og hik standa í vegi fyrir því að mörg þeirra geti rifið sig í gang, þótt þau hafi þrótt til þess. – Er það ekki gömul klisja að það sé munur á konum og körlum sem stjórn endum? Ég tel að það verði alltaf munur á stjórn­ unarstíl einstaklinga eftir mismun andi reynslu þeirra, kyni, menntun, búsetu og upplifun hverju sinni – og get aðeins vonað að við eigum eftir að njóta góðs af flóru þeirra mismunandi einstaklinga sem Ísland byggja – í stað marseringar mörg æsanna. Hæfileikar eru eitt – stöðluð ímynd stjórn­ anda annað og ekkert endi lega betra. – Hvaða heilræði í stjórnun heldur þú mest upp á? Að hlusta á eigið hjarta og samvisku en hafa um leið skynsemi til að bera að geta hlustað án fordóma á skoðanir annarra – og geta þá eftir atvikum þróast sem einstakl­ ingur og skipt um afstöðu til einstakra manna og málefna. Sókrates gaukaði þessu heilræði til okkar fyrir nokkru … – Viðskiptalífið yrði betra ef … … við bærum gæfu til að horfast í augu við fortíðina og læra af henni en hafa þor til að halda út í óvissuna með kjark og bjart sýni að vopni, með það að markmiði að komandi kynslóðir geti notið góðs af og tekið okkur og verk okkar til fyrirmyndar. Helga Hlín situr í háskólaráði Háskólans á Akureyri. „Við gátum því tryggt rekstrarhæfi bankans en haldið honum um leið í eigu hluthafa samhliða því að tryggja endurgreiðslu á láni eina kröfuhafa bankans.“ Helga Hlín Hákonardóttir hdl., framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital STÖÐNUN GETUR LEITT TIL HAMFARA Sigrún Ragna Ólafsdóttir, frkvstj. fjármála og reksturs Íslandsbanka. Monica Caneman, stjórnarformaður Arion banka Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar Arion banka. Björk Þórarinsdóttir, frkvstj. fyrirtækjasviðs Arion banka. Margrét Sveinsdóttir, frkvstj. eignastýringar Arion banka. Lilja Steinþórsdóttir frkvstj. innri endurskoðunar Arion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.