Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 44

Frjáls verslun - 01.11.2010, Síða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 B Æ K U R Unnur Valborg Hilmarsdóttir fjallar um bókina The Five Most Important Questions You Will Ever Ask About Your Organization. TEXTI: UNNUR VALBORG HILMARSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR Margir strengja áramótaheit og víst er að um áramót hefst nýtt áætlunartímabil flestra fyrir­ tækja með fögrum fyrirheitum um bætt vinnubrögð og aukinn árangur. Áramót eru kjörið tæki­ færi til sjálfsskoðunar fyrir fyrirtæki alveg eins og einstaklinga. Bók um fimm mikilvægar spurningar sem auka árangur: SJÁLFSMAT Á ÁRAMÓTUM Bókin The Five Most Important Quest ions You Will Ever Ask About Your Organiz­ ation eftir Peter Drucker er frábær leiðar vísir til sjálfsmats og breytinga sem nauðsynlegar eru til að ná enn meiri árangri. Höfundur Peter Druc k er er mörg um að góðu kunnur og hefur stund um verið kallaður „faðir nú tíma stjórn­ unar“. Hann fæddist í Vín 1909 en flúði ofsóknir nasista í seinni heimsstyrjöldinni og settist að í Banda­ ríkjunum. Þar lést hann í hárri elli 2005. Fræðistörf hans á sviði stjórn unar eru heimsþekkt og hann hefur skrifað fjölda bóka um ýmis svið hennar. Síðustu árin einbeitti hann sér að verkefnum tengdum samtökum og fyrirtækjum sem ekki eru rekin í hagnaðarvon (non profit) og bókin sem hér um ræðir er upphaflega skrifuð fyrir fyrirtæki af því tagi. Eins og kemur fram í inngangi á hún hins vegar síður vel við hefðbundin fyrirtæki því spurningarnar sem bókin snýst um ganga út á það að skerpa sýn fyrirtækjanna og með því auka ár ang­ urinn. Endurútgáfa með mikla vigt Bókin er endurútgáfa af bók sem út kom fyrir 15 árum og hefur verið endurskrifuð að hluta. Í endur útgáf­ unni hafa fimm heims þekktir aðilar lagt hönd á plóg við að gera bókina enn áhrifameiri en hún var í upphafi. Jim Collins fjallar um togstreitu stöðug leika og breytinga innan fyrir ­ tækja og hvernig fyrirtæki sem eiga auðvelt með að aðlagast breytingum viti hverju ekki má breyta. Philip Kotler leggur áherslu á að fyrir tæki leggi sig fram við að kynnast við skipta vinum sínum og gera þá ánægða í stað þess að reyna að gera alla ánægða. Jim Kouzes staðhæfir að allt sem framúrskarandi leiðtogar geri sé að skapa virði fyrir viðskiptavini sína. Judith Rodin og V. Kasturi Rangan fjalla um áætlanir, þær geti ekki talist fullnægjandi fyrr en þær skili mæl­ anlegri niðurstöðu og séu metnar ítar lega áður en farið er í næstu áætl­ anagerð. Þegar stórt er spurt Jim Collins segir á bókarkápu að góðir leiðtogar hafi svörin á reiðum höndum en framúrskarandi leiðtogar spyrji réttu spurninganna. Bókin er vel til þess fallin að auðvelda leiðtogum að sinna því hlutverki sínu og alls ekki víst að þeir hafi öll svörin á reið­ um höndum. Spurningarnar geta því kallað á viðamikla sjálfsskoðun inn an fyrirtækisins, sem alltaf er holl, ekki síst þegar krafan um aukin afköst, lægri kostnað og skilvirkari vinnubrögð verður sífellt háværari. B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.