Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 10

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Danska vefritið Business.dk – það heyrir undir Berlingske Tidende – leitaði til lesenda sinna um svar við spurning- unni: Hvern á að reka næst? Þetta er efinn núna þegar minna er að gera í fyrirtækj- unum. Viðskiptavinir panta minna og vilja lítið borga og seint. Hjá Business.dk voru lesendur beðnir að setja sig í spor fram- kvæmdastjóra hjá meðalstóru tölvufyrirtæki. Verkefnum hefur fækkað og stjórinn stendur enn einu sinni frammi fyrir vanda, sem hann vildi helst ekki þurfa að leysa. Margir framkvæmdastjórar hafa og litla reynslu á þessu sviði eftir góðæri síðustu ára. Vandinn hefur verið að ná í fleira hæft fólk en ekki að reka þessa sömu einstaklinga. En nú er stjórinn búinn að gera allt sem honum hefur dottið í hug til að spara innan fyrirtækis. Næst er að segja fólki upp. Lesendur áttu að velja á milli fjögurra kosta: Að segja Elísabetu upp• . Hún er vel menntuð, dugleg en vinnur mest og best í ein- rúmi. Að segja Mikael upp• . Hann er nýútskrifaður og nýlega kominn til fyrirtækisins. Að segja Eiríki upp• . Hann hefur langa reynslu en hefur ekki sömu þekkingu og hin. Að biðja starfsfólkið• að benda á möguleika til að spara enn meira. Svörin skiptust þannig. 31% töldu besta kostinn að leita eftir nýjum tillögum um sparnað. 29% töldu best að reka Eirík gamla. 21% vildu reka Mikael. 19% vildu reka Elísabetu. Alls svöruðu nær 700 manns og svörin eru túlkuð á þann veg að enginn kostur var tal- inn góður. Lesendur vissu eig- inlega ekki hvað væri til ráða í stöðunni. Sérfræðingar sem leitað var til sögðu að framkvæmdastjórinn yrði að gera upp við sig hvort hann teldi framtíð fyrirtækisins velta meira á persónulegum eiginleikum eða fagþekkingu. Einfarinn Elísabet er þarna faglega sterkust en Eiríkur fjöl- hæfastur. Einnig megi hugsa sem svo að Mikael eigi best með að finna nýja vinnu og því sé rétt að reka hann fyrst. Sérfræðingar eru hins vegar efins um hvort ráðlegt sé að leita eftir tillögum starfsfólks- ins. Líklegasta sparnaðartil- lagan sé að stytta vinnutímann og lækka þar með laun. Ef fram- kvæmdastjórn er vel kunnug við- horfum fólks á sínum vinnustað getur hann lagt þetta til sjálfur. Ósk um sparnaðartillögur getur líka valdið ótta og kvíða meðal fólksins meðan beðið er eftir niðurstöðunni. Stjórinn verður hvort eð er að ákveða sig að lokum. Hvern á að reka næst? S T j Ó R N U N A R M O L I TExTI: gísli kristjánsson 29% töldu best að reka Eirík gamla. 21% vildu reka Mikael og 19% vildu reka Elísabetu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.