Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 13
Fyrst þetta...
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 13
Vilhjálmur Bjarnason, lektor við
Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri
Samtaka fjárfesta, var á dögunum
valinn viðskiptafræðingur ársins af
Félagi viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga á Íslenska þekkingardeginum,
sérstakri ráðstefnu félagsins sem að
þessu sinni var haldinn í Salnum í
Kópavogi.
Vilhjálmur Bjarnason, er lektor við
Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri
Samtaka fjárfesta, og hefur mjög látið
að sér kveða á undanförnum árum
varðandi stjórnarhætti í fyrirtækjum
og vakið verðskuldaða athygli fyrir
baráttu sína.
Jafnframt var Þekkingarfyrirtæki
ársins valið hjá Félagi viðskiptafræð-
inga og hagfræðinga og hlaut CCP
verðlaunin að þessu sinni. Fyrirtækið
hannar og rekur tölvuleikinn EVE
Online sem notið hefur mikilla vin-
sælda.
Auk CCP voru Össur og Marel til-
nefnd sem Þekkingarfyrirtæki ársins.
Vilhjálmur verðlaunaður
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur ársins.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, Hörður Arnarson, forstjóri Marels, Magnús Bergsson, sölustjóri CCP, Eyjólfur
Guðmundsson, yfirhagfræðingur hjá CCP, Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, Auður
Guðmundsdóttir, formaður Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.