Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 20

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 20
kYnninG20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Skatta- og lögfræðisvið Pricewater- houseCoopers hf. (PwC) býður viðskipta-vinum sínum margvíslega þjónustu á sviði skattaréttar og lögfræði. Starfsmenn sviðsins hafa mikla reynslu og yfirgripsmikla þekkingu og veita viðskiptavinum aðstoð og ráðgjöf varðandi skattamál innan lands sem og erlendis. Skatta- og lögfræðisvið stendur einnig fyrir útgáfu á efni er viðkemur skattarétti og tengdum málum. „Skattavaktin“ er mánaðarlegt fréttabréf þar sem sérfræðingar PwC skrifa um skattaleg málefni og það sem efst er á baugi þá stundina og árlega er gefinn út Skattabæklingur, bæði á rafrænu formi og prentuðu, þar sem dregnar eru saman ýmsar skattaupplýsingar og tölur á aðgengilegu formi. Sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs er Elín Árnadóttir: „Mikill vöxtur hefur orðið á skatta- og lögfræðisviði á undanförnum árum. Að mestu hefur þjónustan falist í að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga í alþjóðlegum skattamálum og erum við tíu lögfræðingar sem störfum á þessu sviði í dag, auk þess sem viðskiptafræðingar og endurskoðendur vinna með okkur. Í alþjóðlegum skattamálum er oft um erfið túlkunaratriði að ræða enda geta skattamál einstakra ríkja verið flókin. Íslensk skattamál eru oftast tiltölulega einföld og yfirleitt leyst í góðri samvinnu við skattyfirvöld án þess að málaferli þurfi til.“ alþjóðlegt net skattasérfræðinga „Mikilvægur hluti af starfsemi okkar er að leiðbeina erlendum fyrirtækjum sem vinna hér á landi eða eru að koma sér fyrir og innlendum fyrirtækjum sem vinna erlendis. Í þessum málum njótum við góðs af því að vera í stóru alþjóðlegu neti og við sækjum reglulega námskeið, ráðstefnur og fundi um alþjóðleg skattamál á vegum PwC erlendis og erlendir sérfræðingar PwC koma og vinna með okkur. Er mjög gott og í raun lykilatriði þegar unnið er í alþjóðlegu umhverfi að hafa aðgang að þessu stóra heimsneti og þar með erum við jafnvíg hvar sem er í heiminum. Þess ber að geta að kröfur PwC eru miklar þegar kemur að þessu samstarfi og okkar fólk hefur notið mikils trausts í flóknum verkefnum sem upp hafa komið.“ breytinga er þörf á skattalögum Elín er spurð hvort skattaumhverfið hér á landi sé mjög frábrugðið því sem ger- ist í Evrópu: „Við erum með nokkuð svipað skattkerfi og önnur Norðurlönd og eigum að mestu samleið með þeim í skattamálum. Skattalögin okkar eru að nokkru leyti byggð á dönsku lögunum og stundum leitum við í danskar fræðibækur og dóma þegar íslenskt efni þrýtur. En þegar á heildina er litið þá eru skattalögin á Íslandi einfaldari en í flestum öðrum löndum. Það er í sjálfu sér ekki endilega til bóta þar sem ýmsar glufur eru í lög- unum sem valdið geta óþolandi óvissu um túlkun, flestir vilja hafa það á hreinu hvar þeir standa, t.d. eiga margir þessir flóknu Skatta- og lögfræðisvið PricewaterhouseCoopers hf. Skattaráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga Elín Árnadóttir er sviðs- stjóri skatta- og lög- fræðisviðs Pricewater- houseCoopers hf. einn þáttur í þjónustu pricewaterhouseCoopers er skattaráðgjöf til einstaklinga og lögaðila. Þessi bæklingur PwC fylgir Frjálsri verslun að þessu sinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.