Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 29

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 29
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 29 Ég spyr: Hverjir eiga lífeyrissjóðina? Svar: Launþegarnir í landinu sem greiða í sjóðina. Það eru ekki sjóðstjórarnir eða verkalýðsfor- ingjar. Uppspretta lífeyrissparnaðar er vinna þeirra 200 þúsund sjóð- félaga, sem núna greiða í lífeyrissjóði, vegna þess að þeir vinna hjá fyrirtækjum. Það eru fyrirtæki sem útvega vinnu og byggja upp lífeyr- issparnað með stórfelldu mótframlagi við sjóðfélaga. Það verður lítið um greiðslur þegar fólk og fyrirtæki eru farin á höfuðið. Þess vegna mætti t.d. líta svo á að frysting vísitölunnar væri „fyrirframgreiddur lífeyrir“ til þeirra tugþúsunda ungu skuldara hjá sjóðunum og er ég þá ekki bara að tala um séreignasparnaðinn. Lífeyrissjóðirnir hafa færst nokkur ár aftur í tímann vegna hruns bankanna og lífeyrisréttindi skerðast á næstunni um það sem því nemur. Hin nöturlega spurning blasir við: Hvað skerðist eign lífeyr- issjóðanna og lífeyrisréttindi mikið á næstunni þegar fólk og fyrirtæki eru orðin gjaldþrota og koma ekki lengur með neitt innstreymi í sjóðina? – svo ekki sé nú talað um afskriftir lífeyrissjóðanna á lánum gjaldþrota sjóðfélaga. Nú er frost á Fróni. Frystum vísitöluna og færum stýrivextina niður. Þá kemst hreyfing á hlutina, þá sitjum við ekki föst á botn- inum heldur komumst upp af eigin rammleik. Andmælendur segja að verðbólgan sé að hjaðna hratt og verði mjög lítil næstu tvö árin og því sé ekki lengur nauðsynlegt að afnema verðtryggingu með frystingu vísitölunnar. Svar: Það er gott að hægt sé að lofa því að verðbólgan sé að baki og „núverandi aðstæður“ sem staðið hafa yfir í hálft ár kalli ekki lengur á afnám verðtryggingar, eða öllu heldur fryst- ingu vísitölunnar. Þetta er rangt. Frysting vísitölunnar er for- vörn líkt og að skipta um gjaldmiðil er forvörn. Það er ekki hægt að losa um gjaldeyrishöftin því þá hríðfellur gengi krón- unnar með tilheyrandi verðbólguskoti sem verður náðarhöggið fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkissjóð. Nú, og ef menn eru svona fullvissir um að verðbólgan sé búin og ekkert reyni á verð- trygginguna, við hvað eru þeir þá svona hræddir að frysta vísi- töluna? Andmælendur segja að Íbúðalánasjóður yrði gjald- þrota á nokkrum mánuðum ef verðtryggingin yrði afnumin. svar: Með því að frysta vísitöluna til að koma í veg fyrir frek- ari hækkun lána vegna verðbólgu er ekki verið að gefa lántak- endum verðbæturnar semþegar eru fallnar á lánin. Bíðið við; hvað þegar verðbólgan verður komin niður í núll-prósent? Varla fer Íbúðalánasjóður á höfuðið við það. á FjármAgnið Að hAFA sitt á þurru? Þeir sem eru á móti því að frysta vísitöluna og aftengja þannig tímabundið verðtrygginguna segja að verðbólgan sé vandinn en ekki verðtryggingin. Þetta er mikil einföldun; auðvitað er verðtrygging vandi í mikilli verðbólgu, hvort sem hún stafar af falli krónunnar eða ekki, á sama tíma og laun hríðlækka, atvinnuleysi eykst, íbúðaverð lækkar skarpt og húseignir eru óseljanlegar. Hvers vegna á fjármagnið að hafa allt sitt á þurru undir þessum kringumstæðum? Málið er þetta: lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur verða að gefa eftir af ávöxtunarkröfu sinni undir þessum kringumstæðum til að styrkja atvinnulífið. Veikt atvinnulíf merkir veikir líf- eyrissjóðir. sterkt atvinnulífi merkir sterkir lífeyrissjóðir. lífeyrissjóðirnir eru því að bíta í skottið á sér; verðtryggingin og okurvextir kæfa að lokum atvinnulífið sem er uppspretta alls lífeyrissparnaðar í landinu. Frysting vísitölunnar í lánasamningum: a. Léttir á greiðslubyrði fyrirtækja. b. Léttir á greiðslubyrði ríkissjóðs. (Lánin ekki eins dýr til að fjármagna hallann og bankana). c. Léttir á greiðslubyrði heimila. d. dregur úr „ávöxtun“ sparifjáreigenda og lífeyrissjóða. En hvert geta sparifjáreigendur og lífeyrissjóðir farið með fé sitt? Ekkert. Þeir eru læstir hér innanlands. Minni sparn- aður? kannski, en það þýðir meiri eyðsla og aukin umsvif í atvinnulífinu – og það er af hinu góða. skAttborgArinn ...verður fyrir verðtryggingunni á öllum vígstöðvum Hann keypti hús nýlega í útlánabólunni og • tók verðtryggt bólulán. Hann er núna tæknilega gjaldþrota með íbúðina • vegna óðaverðbólgu síðustu mánaða og verðtryggðu lánanna. Hann vinnur hjá fyrirtæki sem vildi vaxa hratt á síð-• ustu árum, tók mikið af lánum, og er núna tæknilega gjaldþrota vegna verðtryggðra lána og erlendra mynt- körfulána. Hann borgar skatta til ríkissjóðs og horfir fram á 150 • milljarða fjárlagahalla og 320 milljarða í endurreisn bankana sem þarf að fjármagna með innlendum verð- tryggðum lánum. Fjármagnskostnaður ríkissjóðs vegna verðtryggingarinnar getur hugsanlega skipt hundruðum milljarða króna falli gengi krónunnar með tilheyrandi verðbólgu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.