Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 30
Forsíðugrein 30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 1. VerÐtrYGGinGin Vandinn: Verðbólgan er auðvitað meinið. En það er þetta með eggið og hænuna. Verðtryggingin er líka vandi sem hækkar skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs. Rústar greiðslubyrðinni og kemur í veg fyrir nýfjárfestingar, ný störf og ráðningar fólks í vinnu. Hvað er til ráða? Frysta vísitöluna í öllum lánasamn- ingum og aftengja þannig verðtrygginguna í tvö til þrjú ár til að hreyfa okkur af botninum og koma í veg fyrir náð- arhöggið þegar verðbólgan fer af stað með gengisfalli krón- unnar. Framtíðin: Verðbólgan er að minnka og hún hjaðnar á næstu tveimur árum. En sprengjan er virk. Þegar gjaldeyr- ishöftin verða afnumin fellur gengið og útkoman verður bomba; öflugt verðbólguskot. Það er því forvörn að frysta vísitöluna. 3. keppni uM FJárMaGniÐ Vandinn: Það sárvantar fé í atvinnulífið og til að fjármagna fjár- lagahallann. Það eru engir peningar til. Við blasir því keppni á milli ríkissjóðs og fyrirtækja um fé lífeyrissjóða og sparifjáreigenda. Hvað er til ráða? Keppni um fjármagnið (skuldabréfaútboð fyr- irtækja og ríkisins) bendir kannski ekki til þess að hægt sé að lækka vexti og afnema verðtryggingu. En hvert á fjármagnið að fara þegar það eru gjaldeyrishöft? Ekki til útlanda. Það er fast inni í íslensku hringrásinni. Þess vegna er hægt að lækka stýrivexti niður úr öllu valdi, sem og frysta vísitöluna í öllum lánasamningum. Framtíðin: Frjáls utanríkisviðskipti eru forsenda framfara og skapar hagkvæmustu lausnirnar. En framtíðin er ekki núna. NÚIÐ er neyðarástand og það er allt læst. 2. krónan Vandinn: Krónan er ónýtur gjaldmiðill og hefur verið það lengi. Hún hefur kostað þjóðina harða gjaldeyriskreppu ofan á allt annað; heimskreppuna. Þá er ónýt króna orsök ofurhárra vaxta hér á landi og verðtryggingar. Hvað er til ráða? Því miður er nýr gjaldmiðill ekki í augsýn. Allt tal um að taka þurfi upp evru til að leysa vand- ann er gott og gilt – en leysir ekki vandann NÚNA. Evra er framtíðarmúsík. Fyrst þarf að ganga í Evrópusambandið og svo að sækja um evruna. Þetta tekur tíu ár. Það þarf hins vegar að leysa vandann NÚNA. Við verðum að gera það besta úr krónunni. Framtíðin: Nauðsynlegt er að taka upp nýjan gjaldmiðil sem fyrst. Hann er forvörn; forðar þjóðinni frá annarri harðari gjaldeyriskreppu og leyfir nauðsynlegum vindum frelsis að njóta sín í utanríkisviðskiptum í stað hafta. 4. húsnæÐi oG heiMili Vandinn: Þúsundir heimila eru í greiðsluvandræðum vegna verð- tryggingar, hárra vaxta og erlendra skulda. Þau eru tæknilega gjald- þrota. Skuldir hafa stóraukist vegna gengisfalls krónunnar og verð- bólgunnar. Á meðan hefur verð á húsnæði hrunið og húsnæði er óselj- anlegt. Hvað er til ráða? Það verður ekki komist hjá því að nokkur þús- und fjölskyldur missi húsnæði sitt vegna gjaldþrots – en mikilvægt er að þær missi ekki heimili sín og húsaskjól. Bankar og Íbúðalánasjóður verða að vera tilbúnir til að leigja fólki aftur það húsnæði sem það hefur misst. Framtíðin: Ekki verður hægt að afskrifa skuldir útvalinna heimila. Það er ekki réttlátt gagnvart öðrum. Fyrst verða þau að fara í gjaldþrot og gjaldþrot blasir við mörgum. En það er hægt að fækka fleiri gjald- þrotum á næstu tveimur til þremur árum með því að frysta vísitöluna í öllum lánasamningum og aftengja þannig verðtrygginguna tíma- bundið. Jafnt gengur þá yfir alla sem eru með verðtryggingu. 5. FJárlaGahallinn Vandinn: Fjárlagahallinn nálgast að verða 150 milljarðar króna. Þetta er nánast óyfirstíganlegur vandi. Samkomulagið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn gengur út á að snúa þessum fjárlagahalla í plús á næstu tveimur árum. Hvað er til ráða?: Þetta er kannski mál málanna. En samt; Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur þjóðinni í herkví með mjög ströngum skilyrðum. Fram hefur komið að vilji íslensk stjórnvöld breytingu á skilyrðunum, breytingar sem sjóðurinn geti ekki sætt sig við þá, sé samstarfinu sjálfhætt. Engin miskunn. En hér má ekki bugast. Það verður að fá sjóðinn ofan af því að hér séu okurvextir og hótanir um aukna skattheimtu, sem lendir fyrst og fremst á ein- staklingum, ef ekki tekst að koma böndum á ríkisútgjöldin. Ekki má þurrka sjálfa uppsprettuna; atvinnulífið. Framtíðin: Það verða hrikaleg átök þegar skorið verður niður á sviði menntamála og heilbrigðismála á næstu tveimur árum. Enn- fremur mun hrikta í sveitarfélögum sem eru flest á hvínandi kúpunni. Hér koma tíu atriði sem upprisan af botninum snýst um. Þessi opna segir allt sem segja þarf um frystingu vísitöl- unnar og afnám verðtryggingarinnar. Hún er málið! allt sem segja þarf...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.