Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 36

Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 netinuAf Þjóðin stendur frammi fyrir því að efnahagurinn er í kalda-kolum. En gjaldþrotið er ekki bara fjárhagslegt heldur líka siðferðilegt. Margir vilja gera upp við fortíðina og þar virð-ist enginn skortur á því að menn sjái brestina hjá öðrum. Minna er um að menn finni nokkuð að í eigin ranni. Fátt er þó mik- ilvægara en að skilja hvað fór úrskeiðis. Ekki til þess að refsa þeim seku heldur reyna að forðast sömu mistök í framtíðinni. Stjórnmála- menn geta ekki komist hjá því að skoða eigin störf með gagnrýnum hætti. Þó að einhver komi fram og segist biðjast afsökunar á því sem aflaga hafi farið „beri ég einhverja ábyrgð á því“ er slíkt ekkert annað en kattarþvottur. Stærstu ástæður fyrir kreppunni eru tvær: Ógætilegur vöxtur bank- anna og óvarleg útlán til aðila sem tengdust þeim og svo auðvitað hin alþjóðlega kreppa. Fyrri ástæðan er meginatriði og þar brugðust inn- lendir eftirlitsaðilar og viðbragðsáætlun vantaði. Upphaf afglapa Líklega er upphafið að núverandi hugarfarskreppu að rekja til forseta- kosninganna 1996. Að þeim loknum sat forsetinn sem kjörinn var eftir með miklar skuldir sem hægt gekk að greiða. Fulltrúi hans leitaði þá til Jóns Ólafssonar í Skífunni og Bónusfeðga um fjárstyrk. Honum var vel tekið og skuldirnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Líklega var þetta í fyrsta sinn sem viðskiptajöfrar sáu að stuðningur við stjórn- málamann gat verið hagkvæm fjárfesting. Um svipað leyti kom Kári Stefánsson heim til Íslands og stofnaði Íslenska erfðagreiningu. Forsætisráðherra tók honum með kostum og kynjum og vildi allt fyrir hann gera. Sett var sérstök löggjöf um gagnagrunn á heilbrigðissviði og fyrirtækinu veitt einkaleyfi til nýt- ingar grunnsins. Grunnurinn varð aldrei til og einn af yfirmönnum fyrirtækisins sagði undirrituðum frá því að hann hefði verið nauðsyn- legur í umræðunni vegna þess að bjóða átti út hlutabréf á almennum markaði. Nokkrir yfirmenn í fyrirtækinu seldu almennum fjárfestum sín hlutabréf og högnuðust vel. Almenningur græddi ekki jafnmikið á kaupunum. Nokkrum árum seinna var ríkisábyrgð á lán Íslenskrar erfðagreiningar samþykkt á Alþingi að undirlagi forsætis- ráðherra. Þessi ríkisábyrgð gekk þvert á öll grundvall- arsjónarmið Sjálfstæðisflokksins. Hún var reyndar aldrei veitt vegna þess að hún gekk í bága við alþjóðasamninga Íslands. Gjörð þing- manna var söm og jöfn. Auðjöfradekur varð áberandi á 21. öldinni. Þar var áberandi að ráðamenn virtust velja sér sína uppáhaldsauðmenn. Yfirleitt voru auðmannavinir forsætisráðherra og forsetans að mestu aðskilin mengi og mengi forsetans mun stærra. Hann sóttist mjög eftir nánu sam- neyti við innlenda og erlenda ríkisbubba. Íslendingar áttu því ekki að venjast síðari áratugi að stjórnmála- menn sýndu mikla heift í garð þeirra sem þeim mislíkaði við, hvort sem um var að ræða stjórnmálamenn eða aðra. Hrokafull framkoma og heift spilla mjög fyrir málefnalegri umræðu. Tímamót eftir aldamót Mestu mistökin voru gerð snemma á 21. öldinni. Annars vegar þegar horfið var frá þeirri stefnu að hafa bankana í dreifðri eignaraðild og hins vegar með því að banna umræðu um aðild að Evrópusamband- inu og upptöku nýs gjaldmiðils. Þetta tvennt hefur valdið mestu um að erfiðleikarnir á Íslandi eru miklu alvarlegri en í nágrannalönd- unum. Árið 2002 var boðið út hlutafé í Landsbankanum, um það bil 20% hlutur. Hann seldist á örskotsstundu á dreifðan hóp. Því voru allar líkur á því að ríkinu tækist að selja þann helming sem enn var í eigu þess með sama hætti. Forsætisráðherra hafði lýst þeirri skoðun sinni að setja ætti þak á eignarhlut eins aðila. Af óútskýrðum ástæðum snerist honum hugur og ráðandi hlutir í Búnaðarbankanum og Landsbankanum voru seldir í einu lagi, sá fyrrnefndi til vina Halldórs Ásgrímssonar, hinn til vina Davíðs Oddssonar. Frjáls verslun birtir hér pistil af heimur.is eftir Benedikt Jóhannesson, ritstjóra Vísbendingar og framkvæmdastjóra Heims, um hvar við Íslendingar fórum út af sporinu og hvar mestu mistökin voru gerð á síðustu árum í atvinnulífinu og stjórnmálum. Hvað fór úrskeiðis? texti: Benedikt jóhannesson Hvar fórUM við úT af sporinU? Benedikt Jóhannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.