Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 43

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 43
rita og segist hafa ósköp gaman að því að skrifa en skeri sig ekki úr hópi samstarfsmanna sinna, þó misjafnt sé hvort menn leggi áherslu á að skrifa á íslensku og ensku, bækur eða greinar, en nærri allir háskólakennarar fáist við einhver ritstörf og rannsóknir. Þótt akademísk skrif séu dálítið öðruvísi en fréttamennska kveðst hann telja að skólun í blaðamennsku hafi stutt við þau skrif, en Gylfi starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu sumrin 1986 til 1990. Þar skrifaði hann aðallega viðskiptafréttir og segist þannig hafa fengið ágætis innsýn í viðskiptalífið, sem nýst hafi í námi og síðar starfi. reynsla af ólíkri stjórnsýslu Í stjórnunarstörfum hefur Gylfi einnig komið víða við, bæði innan einkageirans og háskólans þar sem hann segir stjórnunarhætti um margt frábrugðna því sem tíðkast í einkageiranum þar sem eitt einkenna Háskólans sé jafningjastjórnun. Hún þýðir að menn skiptast oft á að vera yfirmenn og undirmenn og það býður upp á svolítið sérstaka stjórnunarhætti sem hann kveðst kunna vel við en kunna að þykja furðulegir fyrir utanaðkomandi. Þessi stjórnsýsla hafi þó oftast gengið ágætlega og skilað góðum ákvörðunum þó meiri tími fari í að taka þær heldur en hjá einkafyrirtækjum þar sem valdapíramídinn er brattari og boðleiðirnar einfaldari. Gylfi hefur einnnig komið að stjórnsýslu í Samkeppniseftirlitinu, en hann segir þessi mjög svo ólíku störf styðja að sumu leyti við hvert annað. Vinna við Samkeppniseftirlitið hafi til að mynda reynst sér vel í akademísku vinnunni og muni einnig koma að góðum notum nú, á stuttum ráðherraferli. bankamálin verða tímafrek Aðspurður um komandi mánuði í starfi viðskiptaráðherra segir Gylfi að sér finnist hann þekkja þá málaflokka sem að starfinu snúi ágætlega, þó hann hafi ekki fyrr en nú haft aðgang að þeim upplýsingum sem ráðuneytin hafa undir höndum og hafa ekki verið gerðar opinberar. Hann hafi því sökkt sér ofan í þær fyrstu dagana en ýmsar ákvarðanir séu það brýnar að fljótt hafi þurft að taka skarið. Vinnulagið ráðist síðan af þeim mjög knappa tímaramma, eða nokkrum vikum, sem þingið muni starfa og ekki sé hægt að koma mörgum lagafrumvörpum í gegn. Því verði að velja og hafna. Þá flæki það málið að stjórnin sé minnihlutastjórn þannig að ekki sé sjálfgefið að frumvörp fari í gegn en þá þurfi að reyna að tryggja slíkt. Þá fylgi starfinu óhjákvæmilega ýmiss konar önnur stjórnsýsla þar sem ráðuneytið hafi bankamálin á sinni könnu og þau verði tímafrek, en einnig þurfi að gefa sér tíma fyrir aðra málaflokka, þótt þeir séu ekki jafn aðkallandi viðfangsefni og bankamálin. vinnan verður áhugamálið Til að halda geðheilsunni góðri segir Gylfi að sé nauðsynlegt fyrir sig að eiga samverustundir með fjölskyldunni en hann og kona hans eiga fimm börn fædd á árunum 1998 til 2007. Þessar samverustundir muni þó verða færri á næstunni en allir sýni því skilning að eitthvað verði undan að láta á heimavígstöðvunum næstu mánuði. Aðspurður um áhugamál segir Gylfi að það sé eins með sig og langflest háskólafólk að vinnan verði líka áhugamálið og ekki sé hægt að starfa sem háskólamaður öðruvísi. Þá reyni hann að hreyfa sig eins og tími gefist til og megi segja að það hafi verið sitt áhugamál á árum áður, þá hafi hann hlaupið maraþon eins og vitlaus maður en sé löngu hættur því. SAGt uM GylFA: Jón G. Þormar stjórnmálahagfræðingur: Klár húmoristi Við Gylfi þekkjumst síðan í Mr þar sem við vorum saman í bekk síðustu tvo veturna 1984-1986 og höfum alltaf haldið ágætis sambandi síðan þá. Við tókum virkan þátt í félagslífinu en Gylfi var ritari skóla- félagsins á þriðja árinu og var líka í ræðuliði Mr sem vann Morfís-keppnina árið 1986. Hann var strax mikill ræðumaður og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði. Gylfi hefur alltaf verið mjög klár náungi og góður náms- maður sem er jafnvígur á ólíkar greinar en um leið er hann jarðbundinn og yfirvegaður. Hann er líka mikill húmoristi og hefur gaman af orðaleikjum og allt að því útúrsnúningi sem einkennir hans kímnigáfu. Við reynum að hittast af og til, gamall vinahópur úr Mr, og Gylfi hefur alltaf boðið hópnum einu sinni á ári upp í sumarbústað til sín en sú hefð komst raunar á strax í menntaskóla. Þetta er lýsandi fyrir Gylfa sem leggur sig fram um að halda í gamla vini og hefðir. Þó að Gylfi hafi strax við lok menntaskóla ákveðið að verða háskólamaður og hafi haldið sig við þá ákvörðun hingað til, þá tel ég að hann hafi það sem þarf til þess að takast á við starf viðskiptaráðherra og efast ekki um að hann eigi eftir að standa sig vel, enda er hann mjög hreinn og beinn og myndar sér faglega skoðun á því sem hann tekur sér fyrir hendur. Gylfi Zoëga prófessor: vinnusamur og fylginn sér Ég þekki Gylfa frá því við vorum við nám í Bandaríkjunum í kringum 1990. Gylfi er úrvalsmaður og tryggur, fylginn sér og gefst seint upp. Hann er vinnusamur, með sterka réttlætiskennd og vel liðinn kennari. Í einkalífinu held ég að hann sé heimakær og hafi verið síðan á námsárunum þó það hafi aukist eftir því sem börnin komu til sögunnar. Gylfi er hvers manns hugljúfi, geðgóður og tekur hlutunum með jafnaðargeði og æsir sig ekki en um leið veit hann hvert hann stefnir. nú nýverið finnst mér maður hafa séð nýja hlið á Gylfa eins og þegar hann hélt ræðu á Austurvelli, þá kom fram meiri harka hjá honum gagnvart samfélaginu heldur en áður enda leið honum greinilega mjög illa yfir því sem gerðist hér í haust og fylgdist vel með atburðarásinni. F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.