Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 48

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 b æ K U r Mikið er til af klassískum bókum sem tengjast hæfni stjórnandans og hvernig einstaklingar geti bætt árangur sinn í starfi og leik. Um áratuga skeið hefur þessi málaflokkur verið höfundum hugleikinn og hafa reglulega komið fram á sjónarsviðið aðilar innan árangursfræðanna sem vakið hafa mikla athygli með skrifum sínum. Dale Carnegie og Napoleon Hill voru meðal þeirra sem birtu efni á þessari línu á fyrsta þriðjungi síðustu aldar en í seinni tíð hafa komið fram á sjónarsviðið samtíma- menn eins og Stephen Covey og Anthony Robbins auk margra fleiri. Útgáfa bóka af þessu tagi er gríðarlega öflug og eftirspurn eftir bókum sem kenna okkur aukna hæfni sívaxandi. Þegar kreppir að í þjóðfélaginu er ekki úr vegi að dusta rykið af gömlum árangursfræðum sem eiga vel við enn þann dag í dag og verður nú fjallað um bók Stephen Coveys, 7 Habits of Highly Suc- cessful People. Bókin kom fyrst út árið 1989 og hefur æ síðan notið mikillar hylli sökum einfaldrar nálgunar á þann hugsunarhátt sem þarf til að ná árangri í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Í bókinni setur Covey fram sjö venjur sem hann telur vænlegastar til árangurs. venjurnar 7 Venjunum sjö má skipta í tvo flokka. Segja má að fyrstu þrjár venjurnar snúi inn á við, hvernig við tökum ábyrgð á aðstæðum í stað þess að bregðast einvörðungu við aðstæðum, hvernig við sjáum endamarkið fyrir okkur með því að skapa okkur skýra sýn og hvernig við einbeitum okkur að verkefnum sem samræmast sýn okkar. Næstu þrjár venjur beinast út á við, hvernig við ættum að hafa hag allra að leiðarljósi í samningum og samskiptum, hvernig við ættum að leitast við að byrja á því að skilja þá sem við eigum samskipti við og hvernig við ættum að leitast við að skapa heild sem er sterkari en summa Breyttu venjum þínum. Bókin Sjö venjur er gömul en góð. Hún er fyrir alla þá sem vilja ná meiri árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Hún er einkar góð fyrir stjórnendur og starfsmenn sem finnast þeir fastir í sama farinu og vilja brjótast úr viðjum vanans. GöMul en Góð: Sjö venjur tiL árangurS Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar um bókina Sjö venjur. texti: unnur valBorg hilmarsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.