Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 50

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 p i s T i l l s i G r ú n a r „Nú fyrst skil ég merkinguna í nafninu hans, Made-off (stakk af ) – hann stakk af með peningana okkar!“ Þetta sagði kona í golfklúbbi Bernards Madoffs í viðtali við New York Times. Klúbburinn var einn af stöðunum þar sem Madoff kynntist auðfólki og fékk það til að fjárfesta í sjóðum sínum. Blaðamaðurinn komst að því að klúbburinn var klofinn í tvennt: þeir sem Madoff leyfði náðarsamlegast að fjárfesta hjá sér – og svo hinir sem ekki máttu vera með. Nú er síðari hópurinn ögn kíminn. Ein helsta tækni Madoffs var að láta alla vita að sjóður hans væri bara fyrir fá útvalda. Það gerði fólk enn ákafara að komast í þennan hóp útvalinna. Það var líka eftir nokkru að slægjast: stöðugur og viðvarandi hagnaður, 10-12% ávöxtun. Viðskiptavinirnir voru auðugir einstaklingar, fjárfestingasjóðir jafnt á vegum banka sem einstaklinga og góðgerðarfélög. Stórir bankar eins og spænski bankinn Santander hafa orðið að viðurkenna að þeir hafi fallið fyrir bragði Madoffs. Ýmsir sjóðir höfðu þó varað viðskiptavini sína við Madoff því þeir skildu ekki hvernig hann starfaði svo það er ekki hægt að segja að enginn hafi séð við honum. Þó ekki SEC, bandaríska fjármálaeftirlitið sem athugaði starfsemina átta sinnum á sextán árum. Þau verða mörg skaðabótamálin sem spretta á rústum Madoffs. Enn er margt óljóst: hversu lengi stóð svikamyllan yfir og var Madoff í alvörunni einn að verki? Gert út á vini og kunningja Bernard Madoff fæddist 1938 í gyðingafjölskyldu í New York. Mamma hans rak fjárfestingasjóð að heiman og er sögð hafa lent upp á kant við lögin. Sonurinn tók háskólapróf í stjórnmálafræði og not- aði svo peninga sem hann hafði unnið sér inn við almenn störf til að setja upp sjóð 1960 sem keypti og seldi hlutabréf. Hann var snjall að nýta sér tölvutækni og varð áhrifamaður í NASD, samtökum verð- bréfasala. Það fór aldrei mikið fyrir Madoff út á við en meðal verðbréfasala í New York varð hann vel þekktur. Listina að kynnast rétta fólkinu og rækta sambönd kunni hann til hlítar. Golfklúbburinn var góður vettvangur og sama var með golfmót og önnur auðmannamót. Eins og oft er með minni sjóði byggðist öll starfsemin á Madoff sjálfum. Hann krækti í samböndin og lagði línurnar hvernig starfsemin átti að vera. Framan af byggði Madoff upp starfsemina með fé frá auðmönnum, einkum gyðingum úr eigin kunningjahópi. Madoff tók viðamikinn þátt í góðgerðarstarfi, gaf venjulega um milljón á ári og var viðriðinn BernArd MAdOFF: SvindLarinn á WaLL Street Stöðugur hagnaður sem aðrir fjárfestar gátu ekki leikið eftir. Samt var það ekki fyrr en að lausafjárkreppan lagðist yfir af þunga að svikamylla Bernards Madoffs kom í ljós. texti: sigrún davíðsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.