Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 52

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 p i s t i l l s i g r ú n a r hringdu í lögfræðing sem sagði þeim að hafa strax samband við yfirvöld. SEC kastaði sér strax út í rannsókn, frysti eignirnar og morguninn eftir, 11. desember, var Madoff handtekinn á baðsloppnum á heimili sínu. Þegar lögreglan spurði, eins og tíðkast, hvort hann hefði einhverjar skýringar svaraði hann að bragði: „Það er engin saklaus skýring á þessu.“ Þegar lögreglumaður sem sá um skýrslu sá töluna 50 milljarðar spurði hann hvort þetta væri ekki ásláttarvilla – hvort þetta ætti ekki bara að vera 50 milljónir. Fréttin olli losti í bankaheiminum. Við núverandi ástand er stærsta svikamál sögunnar ekki nein óskastaða og enn verra er hve margar þekktar fjármálastofnanir höfðu látið glepjast. Þar við bætist frægt fólk eins og Liliane Bettancourt, erfingi L’Oreal og auðugasta kona í heimi, Nóbelsverðlaunahafinn Elie Wiesel og úr kvikmyndaheiminum félagarnir Steven Spielberg og Jeffrey Katzenberg, Kevin Bacon og hin 91 árs gamla Zsa Zsa Gabor. Þar við bætist fullt af venjulegu fólki sem ekki þekkti Madoff en fjárfesti í sjóðum sem mötuðu hann. Það er óljóst hversu lengi Madoff hefur rekið svikamylluna; spurningin er hvort hún hefur staðið í áratugi eða kannski hafist í samdrættinum upp úr 2000. Víða eru málaferli í uppsiglingu. Santander-bankinn hefur boðið þeim sem töpuðu á hans vegum á Madoff takmarkaðar bætur. National Bank of Kuwait er eini bankinn hingað til sem bætir sínum viðskiptavinum allt tapið, bæði upphaflegu fjárhæðina og hagnaðinn sem átti að vera. Aðrir velkjast í vafa um sína stöðu, hafa tekið út meira en þeir lögðu inn, Madoff var sveigjanlegur – og spyrja hvort þeir eigi þá von á kröfum úr þrotabúinu. Var Madoff einn að verki? Madoff sjálfur nefndi strax töluna 50 milljarðar. Yfirvöld eru þó ekki komin svo hátt, giska á 27–41 milljarð. Stærsta talan er tap fjárfestingarsjóðsins Fairfield Greenwich, 7,3 milljarðar, en sá sjóður skilaði mestu til Madoffs. Náin vinatengsl voru milli Madoffs og stjórnenda þar og því er spurt hvort þeir hafi verið í vitorði með honum. Sami grunur beinist að öðrum. Það kostar líka vinnu að halda svikamyllu gangandi. Sumir giska á að það hafi þurft allt að 100 manns bara til að sinna nauðsynlegri pappírsvinnu. Rannsókn á að leiða allt slíkt í ljós. Madoff er í stofufangelsi en á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Það munaði reyndar ekki miklu að honum yrði stungið inn þegar í ljós kom að hann hafði verið að dunda sér í stofufangelsinu við að senda fjölskyldu og vinum úr og annað glingur upp á milljónir dala. Það liggur nærri að velta fyrir sér hvers konar manngerð Madoff sé. Það gefur ákveðna vísbendingu að vinir hans í golfklúbbnum höfðu hann grunaðan um að gefa ekki upp rétta forgjöf. Hann þótti oft skapstirður og hreytti illyrðum í krakka sem urðu á vegi hans. Það gefur kannski í aðra hönd að reka svikamyllu en það bætir greinilega ekki skapið. Ýmsir sjóðir höfðu varað við Madoff því þeir skildu ekki hvernig hann starfaði. sEC, bandaríska fjármálaeft- irlitið, rannsakaði starfsemi hans átta sinnum á sextán árum og sá ekkert athugavert við hana. Fjölmiðlar vönduðu Bernard Madoff ekki kveðjurnar þegar upplýstist um svikamylluna. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll www.flugrutan.is EX PO · w w w .e xp o .is BSÍ / 101 Reykjavík / Sími 580-5400 / main@re.is / www.re.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.