Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 58

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 K víði og þunglyndi eru fylgi- fiskar áfalla en atvinnumissir er jú áfall. „Sumir komast ekki í gegnum áfallið og verða þunglyndir í kjölfarið. Það er mjög ein- staklingsbundið hvernig áfallið hittir fólk fyrir. Það fer til að mynda eftir stöðu viðkomandi og hversu háður hann er vinnunni sinni og hvaða bakland fólk hefur. Ef fólk missir eigið fyrirtæki fylgir því að sjálfsögðu sorg og tilfinning um missi. Svo fer líðan fólks líka eftir sjálfs- trausti og fyrri áföllum. Ef fólk hefur orðið fyrir miklum áföllum getur verið að atvinnumissirinn hitti það verr fyrir, því finnst það ekki vera nógu miklir bógar til að mæta honum. Svo sér maður líka hina hliðina – ef sá sem missir vinnuna hefur orðið fyrir miklum áföllum þá finnst honum atvinnumissir vera smámál í sam- anburði við fyrri áföll.“ Morgnarnir eru erfiðir þeim sem hafa misst vinnuna og þar með megintilgang- inum með að takast á við daginn. Þór- katla bendir á að það sem yfirleitt reki okkur mannfólkið á fætur sé eitthvert erindi, tilgangur. Þegar vinnan er farin kemur tilfinning um tilgangsleysi. „Svona óvissu í persónulegu lífi fylgir alltaf mik- ill kvíði. Sá atvinnulausi er í fríi frá kvíð- anum á meðan hann sefur. Þannig reyna margir að kreista aftur augun eins lengi og þeir geta. Kvíðafullar hugsanir leita oft á þetta fólk um leið og það vaknar. Það leitar því eðlilega í svefninn sem lausn og frelsi frá kvíða og innri átökum. Það verður hins vegar oft til þess að svefninn raskast; viðkomandi fer seinna að sofa og sefur fram eftir. Þetta verður vítahringur – manneskja sem fer á fætur klukkan tíu á morgnana finnst gjarnan byrjunin á deg- inum misheppnuð og bera vott um leti og ómennsku.“ Hvernig hjálpum við okkur sjálfum? Þórkatla segir að mikilvægt sé auðvitað að gefast ekki upp en þó megi ekki falla í þá gryfju að að láta eins og ekkert hafi í skorist heldur að virða eigin tilfinningar og tala um líðan sína við aðra. Í þessari stöðu er mikilvægt að grandskoða hvað maður þarf til að líða betur. Göngutúr og sundferð geta hjálpað til að létta lundina. „Hvernig við komum fram við okkur sjálf segir okkur í rauninni hvernig við virðum okkur sjálf. Ef við vöndum okkur í því sem við erum að gera fyrir okkur sjálf þá eykur það auðvitað líkurnar á að okkur líði oftar betur. Ef við komum illa fram við okkur þá eykur það á sjálfsfyrirlitningu og vanmátt. Það brýtur okkur niður. Það hjálpar í þessu millibilsástandi að hreyfa sig, borða hollan mat, hitta skemmtilegt og jákvætt fólk, sinna áhugamálum sínum og líta á atvinnuleitina sem vinnuna sína. Við hreyfingu framleiðir líkaminn endorfín sem gerir það að verkum að hugurinn verður léttari og vandamálin sýnast minni. Hreyfing losar líka um spennu í líkamanum og eykur líkur á værari svefni og minni kvíða.“ smæstu mál verða að stórmálum „Vikan sem kreppan skall á af fullum þunga var ansi erfið í þessu starfi,“ segir Þórkatla. SÁLFRæÐi atvinnumissiR – aðför að sjálfsmyndinni Þáttur áfallahjálpar hjá sálfræðingum hefur snaraukist eftir hrun bankanna. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Lífi og sál, segir að kvíði og þunglyndi geti komið í kjölfar atvinnumissis. texti: svava jónsdóttir • MyNd: geir ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.