Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að fyrirtæki efli mannauð sinn með markvissum hvata- og hópeflisvið-
burðum. Practical er eitt þeirra fyrirtækja sem
hafa sérhæft sig í þjónustu af þessu tagi og fyr-
irtækið hefur verið áberandi á þessum mark-
aði síðustu ár, enda þekkt fyrir frumlegar hug-
myndir og faglega umsjón viðburða. Marín
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, er
handviss um að þörfin fyrir fyrirtæki eins og
Practical sé meiri í dag en nokkru sinni fyrr:
Oft var þörf en nú er nauðsyn
,,Nútímastjórnendur gera sér grein fyrir mik-
ilvægi mannauðsins. Núna þarf samhentan
hóps starfsmanna sem ætlar sér alla leið. Mik-
ilvægt er að upplýsa starfsmenn um stefnu og
aðgerðir fyrirtækjanna, setja skýr markmið og
að fólk átti sig á styrkleikum sínum jafnt sem
veikleikum.“
Marín segir að fyrirtækið standi klárlega
undir nafni en Practical þýðir jú einmitt
hagkvæmni: ,,Öll þjónusta fyrirtækisins er
sniðin að viðskiptavininum og það sama á
við um verðmiðann á þeirri þjónustu. Það
skiptir okkur miklu máli að fyrirtæki úr
öllum áttum geti leitað til okkar. Við erum
stoltar af því að þjónusta opinberar stofnanir
og félagasamtök til jafns við einkarekin stór-
fyrirtæki. Við erum óhræddar við að spyrja
hversu mikið viðskiptavinir okkar leggja í
verkefnið. Stundum líkjum við þessu við
innkaup í stórmarkaði; það sem við setjum
í körfuna veltur að sjálfsögðu á því hversu
mikið við eigum í veskinu.“
Nú er rétti tíminn til að
efla liðsheild fyrirtækja
Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical.
„Nútímastjórnendur gera
sér grein fyrir mikilvægi
mannauðsins. Núna þarf
samhentan hóp starfsmanna
sem ætlar sér alla leið.“
PrActicAl
Jákvæðni