Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 A thygli vekur að Samtök iðnaðarins auglýsa eftir fólki til að takast á við tækifæri í iðnaði árið 2012. Við spyrjum Inga Boga Bogason, sviðsstjóra mannauðs og menntunar hjá SI, hvort það sé raunhæft að auglýsa eftir fleira fólki í miðri kreppu. „Við hjá SI teljum að nú sé rétti tíminn fyrir ungt fólk að svara spurningunni: Hvar vil ég vera eftir þrjú til fjögur ár? Óvissan í atvinnulífinu er mikil en það er einmitt á óvissutímum sem einstaklingar og fyrirtæki þurfa að setja sér stefnu. Hvað vil ég? Hvar ætla ég að vera eftir þrjú ár?“ - Má þá telja víst að til verði fjöldi starfa í iðnaði fyrir þá sem mennta sig í iðngreinum? „Nú þegar, mitt í allri kreppunni, standa fyrirtæki frammi fyrir tækifærum. Í málmiðnaði eru t.d. til vel rekin fyrirtæki sem hafa nóg að gera og mörg sprotafyrirtæki hafa bætt við sig fólki. Við viljum ekki að atvinnuleysi sé viðvarandi ástand. Þegar stjórnvöld segja okkur hvert við stefnum, þá munu fyrirtækin bæta við fólki, á næstu mánuðum og árum.“ - Má ekki búast við því að kreppan verði löng og erfið? „Svo er okkur sagt – og skynsamlegt að gera ráð fyrir því en það þýðir ekki að við séum fórnarlömb. Íslendingar hafa alltaf státað sig af því að vera frumkvöðlar og gerendur. Við bíðum ekki eftir tækifærunum heldur búum þau til.“ - Hvað geta fyrirtæki gert til þess að fá rétta fólkið til starfa? „Einmitt núna, þegar þau eru í þrengstri stöðu, eiga stjórnendur að íhuga hvernig skynsamlegast er að standa að nýliðun. Hvað þarf til að ná settum markmiðum? Hvers konar fólk þarf til starfa og hvernig á að standa að aðlögun nýs starfsfólks? Þetta held ég séu mikilvæg atriði.“ - Er ekki aðstaða fyrirtækja til að móta eigin stefnu misjöfn, m.a. varðandi nýliðun? „Jú. Hægt er að kaupa sérsniðna ráðgjöf en sem betur fer liggur margt nýtilegt efni á netinu. Varðandi nýliðun í starfi vil ég nefna vefrit sem Samtök iðnaðarins og Háskólinn á Akureyri gáfu út á síðastliðnu ári, Lengi býr að fyrstu gerð. Aðgangur að því er ókeypis á slóðinni www.si.is/thjalfun.“ Afskipti Samtaka iðnaðarins af mennta- málum hafa þann eina tilgang að efla mann- auð og um leið verðmætasköpun í iðnaði. Allar tölur sýna jákvæða fylgni milli lífsgæða og góðs menntakerfis. Þjóðarframleiðsla er mikil hjá þjóðum með hátt hlutfall mennt- aðs fólks. Menntakerfið er því mikilvægur farvegur til að uppfylla þarfir fyrirtækja fyrir vel menntað og þjálfað starfsfólk. Það hlýtur að vera sameiginlegt áhuga- mál atvinnulífs og stjórnvalda, ekki síst um þessar mundir, að byggja upp mennta- kerfi sem skilar samfélaginu verðmætum störfum.“ sAmtök iðnAðrins Iðnaðurinn þarf fleira fólk Iðnaðurinn tekur beinan þátt í menntastarfsemi, er bakhjarl Háskólans í Reykjavík, nýja Tækniskólans og IÐUNNAR fræðsluseturs. Ingi Bogi Bogason, sviðsstjóri mannauðs og menntunar hjá SI.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.