Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 84

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Allar áætlanir okkar riðluðust í banka- krísunni með þeim afleiðingum að nú þurfum við að mæta þörfum fyrir- tækja og stofnana með nýjum og breyttum áherslum fyrir fólk í breyttu þjóðfélagi. Fyrirtæki og stofnanir hafa nú ekki lengur fé í fræðslu og símenntun. Starfsmannastjórar eru víða í hremmingum hvað þennan nauðsynlega þátt áhrærir, enda má segja að þörfin fyrir fræðslu hafi kannski aldrei verið meiri en einmitt núna. Til að koma til móts við þá miklu þörf, sem blasir við, höfum við verið að sérsníða fjölda námskeiða að þörfum tiltekinna fyrirtækja og stofnana,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Fyrirtæki og stofnanir eru núorðið ekki aðeins að sækjast eftir starfstengdum námskeiðum fyrir starfsmenn sína heldur færist það í vöxt að óskað sé eftir alls kyns fræðsluefni til að styrkja starfsmenn og innviði fjölskyldnanna í einkalífinu. Milli sex og sjö þúsund nemendur sækja námskeið hjá Endurmenntun HÍ á ári hverju. Endurmenntun, sem fagnaði 25 ára afmæli á síðasta ári, býður árlega upp á yfir tvö hundruð námskeið og því er óhætt að segja að flóran sé afar fjölbreytileg. Námskeiðsgjöld hafa í sumum tilfellum lækkað og laun kennara sömuleiðis auk þess sem fyrirtæki og stofnanir geta nú lágmarkað kostnað með því að hýsa námskeiðin hjá sér fyrir starfsmenn sína. „Við erum með puttana á púlsinum alls staðar, en sjáum, því miður, bara samdrátt framundan á öllum sviðum. Það er því nauðsynlegt að vera opin fyrir hvers kyns nýsköpun á fræðslusviðinu, sem og öðrum sviðum þjóðlífsins, í samstarfi við okkar fjölmörgu samstarfsaðila, með sveigjanleikann að leiðarljósi. Við sjáum samdrátt í námi samhliða starfi. Við höfum að sama skapi orðið að slá af ýmis fjármálatengd námskeið þó gaman sé að segja frá því að enn er fullt af fólki hér að nema verðbréfaviðskipti. Og svo er svolítið merkilegt að segja frá því að við urðum að fella niður námskeið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja vegna ónógrar þátttöku strax eftir bankahrunið,“ segir Erna. Breyting á gildismati Gildin í samfélaginu hafa líka verið að breytast því nú ráða pen- ingaleg sjónarmið í minna mæli vali fólks á námskeiðum en áður enda liggur straumurinn nú miklu fremur í sjálfsrækt og menning- artengd fög. „Seigla í kjarna sigurvilja“ er námskeið sem við settum á dagskrá í kjölfar kreppunnar, en á því ræða sálfræðingarnir Jóhann Ingi Gunn- arsson og Marteinn Steinar Jónsson um aðferðir sem hvetja til bjartsýni og athafnagleði á óvissutímum. Fólk streymir að á námskeið um ræktun mat- jurta í heimilisgarðinum. Blússandi aðsókn er á námskeið í Íslendingasög- unum. Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostela er afskaplega vinsælt nám- skeið og Orðspor þjóðarinnar og endur- skoðun á gildunum í samfélaginu hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu. Þar fjallar heimspekingurinn Gunnar Hersveinn um það hvernig einstaklingar geta lagt öðrum lið og tekið þátt í að bæta samfélagið sitt, auk þess sem kenndar eru aðferðir til að velja sér gildi í lífi og starfi og hvernig hægt er að beita sér til að bæta samfélagið. Erna segist vera sannfærð um að á endanum komi eitthvað gott út úr þeim krepputíma, sem þjóðin sé nú í. „Ég held að allt gild- ismat komi til með að breytast til hins betra. Við erum nú þegar farin að sjá það á því í hvaða fög fólk sækir hér hjá okkur. Ég er viss um að þessi þróun muni leiða til agaðri og gagnrýnni þjóðar, sem láta mun þá af þeim ósið að synda bara með straumnum.“ endurmenntun háskóla íslands Sjálfsrækt og menning afsprengi kreppukrísu „Ég held að allt gildismat komi til með að breytast til hins betra,“ segir Erna Guðrún Agnarsdóttir, námsstjóri hjá Endurmenntun HÍ. Ný launasetning, breyttar forsendur í starfsmannamálum, jákvæð breytingastjórn, lausnamiðuð nálgun, skilvirkari vinnufundir, jákvæður starfsandi, vinnusálfræði í þrengingum, stefnumótun í eigin lífi, skilvirkari tölvupóstur, tímastjórnun og streitustjórnun eru allt nýjar áherslur hjá Endurmenntun HÍ í kjölfar bankakrísunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.