Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 107

Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 107
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 107 því að uppbyggingin muni byggja mjög á því að við berum gæfu til þess að vinna með fjölbreyttum hópi fólks en ekki jafn ein- sleitum og leiddi okkur til hrunsins. Okkar nálgun er sú að í stað þess að vera einungis með áhættusækni þá erum við áhættumeðvituð. Við hugsum ekki bara um arðsemi í fjárhagslegum skilningi. Það er: við viljum hagnast – en okkur er ekki alveg sama á hvern hátt. Við viljum heilbrigðari fjármálageira, fyrirtæki sem horfa lengra fram í tímann, fyrirtæki sem segja hlutina eins og þeir eru. Ég er þeirrar skoðunar að þau fyrirtæki sem nýta kraft kvenna í viðskiptarekstri muni ná að standa sig betur á næstu 5–10 árum, í heimsskilningi. Ég trúi því að okkar áherslur séu það sem koma skal og geti leyst þessa hugmyndafræðilegu kreppu sem við erum í.“ agnes fékk hvatningarverðlaunin Hvatningarviðurkenningu FKA 2009 hlaut Agnes Sigurðardóttir, Bruggsmiðjunni á Árskógssandi. Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að Agnesi og fjöl- skyldu hennar tæk- ist að reisa alvöru bruggverksmiðju á Árskógsströnd, þegar hún viðraði fyrst hug- myndina árið 2006. Nú fyrir jólin seld- ist afurð þeirra; hinn alíslenski Kaldi, hins- vegar upp í vínbúðum landsins. Bjórinn er ógerilsneyddur og syk- urlaus – og 1. febrúar mun fyrsti farmurinn af Kalda leggja úr höfn til Færeyja. Mánuði síðar er gert ráð fyrir að útflutningur hefjist til Noregs. Agnes er lifandi sönnun þess hverju ástríða, áræði og þrautseigja fá áorkað – ekki síst þegar gefur á bátinn. guðrún Birna fékk Þakkarviður- kenninguna Guðrún Birna Gísla- dóttir, forstjóri dvalar- heimilisins Grundar, hlaut Þakkarverðlaunin 2009. Hún fæddist á elliheimilinu Grund; dóttir hjónanna Helgu Björnsdóttur og Gísla Sigurbjörnssonar, sem jafnan var kenndur við Grund – enda rak hann heimilið frá 27 ára aldri og þar til hann lést 1994. Eftir hans dag tók Guðrún við stjórnartaumunum enda Grund sjálfseignarstofnun. Af sömu hugsjón og mannkærleika hefur Guðrún lei- tast við að bæta aðstöðu íbúanna og efla starfið innan heimilisins. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Trúlega segir það þó meira en mörg orð að þegar starfs- menn Grundar eldast sækja þeir flestir fast að gerast heimilismenn á Grund. Það má segja að Guðrún Gísladóttir hafi helgað líf sitt umönnun þeirra eldri borgara sem búa á Grund. Guðrún Birna Gísladóttir. Agnes Sigurðardóttirr. Agnes Sigurðardóttir og Margrét Kristmannsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.