Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 112

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 112
fólk 112 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Hjörtur Örn Hjartarson: „Því var beint til mín að sennilega tækist okkur aldrei að selja vatn í brúsum á Íslandi, þar sem kranavatnið væri svo gott. Ég tók þessu sem áskorun.“ Nafn: Hjörtur Örn Hjartarson. Foreldrar: Anna M. Þorláksson og Hjörtur Hjartarson Maki: Hrefna Hrólfsdóttir. Börn: Arnar 33 ára, Hjörtur 27 ára, Hrafn 22 ára. Menntun: Verslunarskóli Íslands, tvö ár í viðskipta- fræði við HÍ. selecta fyrirtækjaþjónusta var stofnuð af mér og fjölskyldu minni árið 1994. Ég hafði frétt af starfsemi Selecta AB í Svíþjóð og hreifst af hugmyndinni. Ég setti mig í samband við fyrirtækið og í heim- sókn til Stokkhólms fékk ég að kynnast starf- seminni,“ segir Hjörtur Örn Hjartarson fram- kvæmdastjóri. „Viðskiptamódelið er að sjá fyrirtækjum og stofnunum fyrir heildarþjónustu við starfs- menn og viðskiptavini með uppsetningu og rekstri véla sem afgreiða heita og kalda drykki og jafnvel samlokur og snarl. Þjónustumenn Selecta sjá síðan um að vélarnar virki eins og þær eiga að gera, afgreiða hráefni og fylla á sjálf- sala þar sem við á. Þegar við byrjuðum hér á landi þótti mörg- um þetta nokkuð framandi þar sem menn voru vanir því að einhver starfsmanna sæi um að hella upp á kaffið og færi út í búð til að kaupa hráefni. Þá var kaffið á vinnustöðum oft staðið og rammt, eftir að hafa staðið á hitaplötu heilu og hálfu dagana. Menn tóku þessari nýjung hins vegar opnum örmum og fyrirtækið óx úr tveggja manna fyrirtæki í byrjun upp í 32 starfsmenn á tiltölulega fáum árum. Árið 1995 var ég sem oftar á fundi hjá Selecta AB og þar var m.a. verið að fjalla um aukna notkun á vatnskælum á vinnustöðum víða í Evrópu. Því var beint til mín að senni- lega tækist okkur aldrei að selja vatn í brúsum á Íslandi, þar sem kranavatnið væri svo gott. Ég tók þessu sem áskorun og þegar heim kom fór ég að kanna hjá gosdrykkjaframleiðendum o.fl. hvort einhver hefði trú á þessu og væri tilbúinn að sjá um áfyllingu á 19 lítra vatnsbrúsum. Mér finnst sem ég heyri hláturinn ennþá því enginn hafði trú á þessu tiltæki. Þá gerum við þetta sjálf, hugsaði ég. Ég keypti áfyllingarvél frá Texas, þá afkastaminnstu sem fannst, og við byrjuðum að fylla á brúsana. Ég lánaði fyrstu kælana í Íslandsbanka á Kirkjusandi í þeirri von að þeir myndu vekja athygli þar. Þetta virkaði því innan fárra daga fengum við fyrir- spurnir úr öðrum bönkum og fyrirtækjum. Á fyrsta heila árinu afgreiddum við um 3-400 brúsa á mánuði en með árunum hefur þetta magn margfaldast. Tilfellið var að góða íslenska vatnið var stundum ekki gott í stórum byggin- gum nema það væri látið renna lengi. Einnig var aðgengið oft ekki sem best, en vatnskæli með brúsa má staðsetja hvar sem er. Síðan hafa fleiri möguleikar komið til og við setjum upp mjög mikið af vatnskælum sem tengjast við vatnslögn, en eru með ákveð- num búnaði sem gerir vatnið ferskt og gott. Ég seldi fyrirtækið fyrir þremur árum til Innnes ehf. en hef haldið áfram að stýra því sem fram- kvæmdastjóri.“ Hjörtur stundaði nám í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1972 og var eftir það í tvö ár í viðskiptafræði í HÍ. Með námi stundaði hann kennslu, m.a. í Hagaskóla. „Ég er kvæntur Hrefnu Hrólfsdóttur flugfreyju hjá Icelandair og við eigum tvo syni, Hjört og Hrafn sem eru 27 og 22 ára. Áður átti ég Arnar sem er 33 ára. Hrefna er mikil áhugamanneskja um hunda- rækt og ræktar hunda af tegundinni Cavalier King Charles Spaniel. Fljölskyldan á síðan sam- eiginleg áhugamál sem eru m.a. laxveiði og matseld. Við fórum síðast öll saman í Langá á Mýrum í ágúst í fyrra þar sem fór saman gott veður og ágæt veiði. Ferðir til útlanda eru einn- ig í uppáhaldi hjá okkur og þar eru Ítalía og Bandaríkin efst á blaði.“ framkvæmdastjóri Selecta Hjörtur örn Hjartarson TExTi: hilmar karlsson MyNDiR: geir ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.