Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 47

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 47 Mitt mat er að við eigum ekki að líta á þróun nýrra orkugjafa sem ógn, heldur sem tækifæri. Þegar þessi mál eru skoðuð niður í kjölinn þá sjáum við að raunhæfra lausna er þörf. Hvað varðar bílaiðnaðinn þá mun ekk- ert gerast nema almenningur sé tilbúinn að fjárfesta í nýrri tækni. Reynslan sýnir að hún má ekki bitna á lífsgæðum viðkomandi og aðgengi að nýjum orkugjöfum þarf að vera gott,“ segir Egill. Umhverfisvænir orkukostir „Tveir framtíðarkostir hafa einkennt umræðuna; vetnisbílar og rafmagnsbílar. Mikið hefur verið rætt um vetnisbíla og ég vil ekki draga úr því að þessir kostir séu skoð- aðir. Flestum sérfræðingum ber þó saman um að fjöldaframleiðsla á vetnisbílum geti ekki hafist fyrr en á árunum 2020 til 2025. Einnig á eftir að leysa vandamálin sem felast í dreifingu vetnisins. Bílaframleiðendur eru að verja miklum fjármunum til rann- sókna og þróunar á vetnisbílum en það liggur samt enn ekki fyrir hvort þeir séu raunhæfur kostur. Ég held að niðurstaðan úr þessum rannsóknum geti orðið allt önnur en menn vonast til í dag. Rafmagnsbílar eru annar kostur. Vandinn hvað varðar þá er ekki ósvipaður vanda vetnisleiðarinnar. Rafhlöðu- tæknin er enn ófullkomin og það er ekki hægt að aka langt á hverri hleðslu. Mat sérfræðinga er að fjölda- framleiðsla sé ekki raunhæf fyrr en á árunum 2020 til 2025. Það er ákaflega mik- ilvægt að menn gleymi sér ekki í vetnisumræðunni og missi sjónar á kostum sem standa til boða í dag. Við þurfum að finna lausnir í dag sem brúa bilið þangað til vetnisbílar framtíðarinnar líta hugsanlega dagsins ljós,“ segir Egill, en í því sambandi hafa sjónir manna einkum beinst að metanknúnum bílum og bílum sem nota líf-dísil eða líf-etanól. „Það er engin spurning að það er snjallt að nýta metangas sem m.a. verður til á sorphaugum, og með því að nýta gasið er um leið komið í veg fyrir að það valdi gróð- urhúsaáhrifum. Ókostirnir eru einkum tveir. Til að nýta metangas þarf eldsneytiskerfið í bílunum að vera tvöfalt sem leiðir til hækk- unar á verði bílanna. Gasdreifingin er sömuleiðis vandamál líkt og dreifing á vetni. Núverandi búnaður bensínstöðvanna nýtist ekki til að geyma og selja vetni og metangas. Efst á baugi í umræðunni nú um stundir eru líf-dísilolía og líf-etanól. Líf-dísil er aðallega unninn úr ýmiss konar plöntuolíu. Líf-etanól er hins vegar framleitt með gerjun og eimingu. Til framleiðslunnar er hægt að nýta ýmiss konar lífrænan massa. Á aðalfundi Iðntæknistofnunar nýlega var m.a. fjallað um þessi mál. Dr. Guðmundur Gunnarsson hélt áhugavert erindi um fram- leiðslu á eldsneyti úr íslenskum hráefnum og fulltrúi frá bandaríska fyrirtækinu Green Fuel Technologies Corp. hélt sömuleiðis mjög fróðlegt erindi um framleiðslu elds- neytis úr þörungum,“ segir Egill. Egill fjallar um þetta á heimasíðu sinni og vekur þar athygli á því að tækni Green Fuel byggi á því að rækta þörunga til líf- etanól- eða líf-dísilframleiðslu í nágrenni orkuvera þar sem koltvíoxíð frá verunum er nýtt til að auka vöxt þörunganna. Með þessari aðferð gæti eldsneytisframleiðslan orðið allt að 30 sinnum meiri en með notkun venjulegra plantna. „Það má segja að ég hafi sannfærst um kosti þessarar leiðar, þ.e. líf-eldsneytis, þegar ég komst að því að enginn orkugjafi er fullkominn og m.a.s. jarð- gufuborholur á Íslandi gefa frá sér koltvísýr- ing. Þannig gætu t.d. Orkuveita Reykjavíkur og Orkuveita Suðurnesja slegið tvær flugur í einu höggi með því að fara út í framleiðslu á líf-etanóli eða líf-dísil úr þörungum og sam- hliða rafmagns- og eldsneytisframleiðslunni væri hægt að binda koltvísýring, sem sleppur nú út í andrúmsloftið,“ segir Egill. 55 þúsund E85 bílar á götunum í Svíþjóð Að sögn Egils er nú þegar hægt að blanda etanóli að 5% hlutum á móti bensíni á öllum bensínbílum og sumir bílar gætu gengið á allt að 10% af etanóli á móti bensíni. Sam- kvæmt því væri hægt að draga verulega úr innflutningi á bensíni, spara stórar upphæðir árlega og draga úr mengun ef innlent etanól væri til staðar. Bílaframleiðendur erlendis framleiða nú bíla sem ganga fyrir blöndu etanóls og bens- íns í hlutföllunum 85/15 etanólinu í vil. Þetta eldsneyti gengur undir nafninu E85 og Egill segir að 800 bensínstöðvar selji E85 eldsneyti í Svíþjóð og þeim fari fjölgandi í hverjum mánuði. Um 55 þúsund E85 bílar eru í notkun í Svíþjóð og tvö þúsund bætast við í mánuði hverjum. „Allir orkugjafar hafa sína kosti og galla, t.d. má nefna dísilolíu þar sem sótagnir eru vandamál. Kosturinn við etanól er að losun gróðurhúsalofttegunda er allt að 75% minni en í sambærilegum bensínbílum og sótagnir eru engar og því minni svifryks- mengun. Ókosturinn við etanólið er að þótt oktantalan sé hærri en í bensíni er orkunýt- ingin minni. Þar munar 25-30% bensíninu í vil og það þarf auðvitað að endurspeglast í verðinu,“ segir Egill. En hann bendir á að í upptalningu á orkukostunum hér að framan hafi hann ekki nefnt tvo kosti sem enn eru í fullu gildi. „Bílaframleiðendur eru á fullu að þróa bensín- og dísilvélarnar og takist að draga verulega úr eldsneytiseyðslu og þar með útblæstri þá eru bensín og dísilolía hugsan- lega besta lausnin á komandi árum.“ Egill ítrekar að það sé mjög varhugaverð leið sem margir stjórnmála- og embætt- ismenn vilji fara, hvort sem er hér á landi eða erlendis, að hygla ákveðinni tækni. Það veit enginn í dag hver tæknilega lausnin verður og því sé gríðarlega mikilvægt að allar aðgerðir verði almennar og beinist að rót vandans, sem er notkun á jarðefnaeldsneyt- inu, en ekki tæknilegu lausninni. „Ef það er gert þá verður rétta lausnin, þegar upp er staðið, blanda af bestu tækninni og hagkvæmustu leiðinni.“ E G I L L Í B R I M B O R G „Kosturinn við etanól er að losun gróðurhúsalofttegunda er allt að 75% minni en í sambærilegum bensínbílum og sótagnir eru engar og því engin svifryksmengun.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.