Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 71

Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 71
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 71 í það minnsta yfir ákveðinn tíma. Stefnan felur einmitt í sér afstöðuna um þann sérstaka ávinning sem fyrirtækið hefur að bjóða viðskiptavininum í samkeppni við önnur fyrirtæki í atvinnugreininni og það hvernig ávinningurinn á einstakan hátt er búinn til af fyrirtækinu í samstarfi við viðskiptavininn og aðra hagsmunaaðila. Algengast er að hugsa um stefnu sem tilgreinda og skjalfesta. Mikilvægt er að átta sig á að stefna fyrirtækis er líka til staðar í huga og höndum fólksins í fyrirtækinu. Það að draga fram árangursríka stefnu í fyrirtæki, breiða hana út og tryggja stefnumiðaða framkvæmd hennar er vandasamt viðfangsefni og mikil áskorun fyrir þá sem bera ábyrgð á stjórnun fyrirtækja, ekki síst vegna þess að fólkið sem kemur að hverju fyrirtæki er margt og formfestan í framsetningu á stefnu er mismikil. Stjórnendur hvers konar stofnana, félaga eða samtaka standa frammi fyrir sambærilegri áskorun. HUGMYNDIR, LÍKÖN OG SAMSKIPTI Sérhvert fyrirtæki hefur viðskiptahugmynd fyrir hverja þá vöru og þjónustu sem boðið er upp á. Viðskiptahugmynd- ina þarf að prófa í viðskiptalíkani sem þarf að sýna jákvæða afkomu. Vinnslulíkan útlistar síðan hvernig tiltekin vara verður til í fyrirtækinu og henni dreift til viðskiptavina. Vinnslulíkan fyrir þjónustu sýnir hvernig þjónustan verður til og hún veitt í samstarfi við viðskiptavini. Þess utan er samkeppnislíkan sem dregur fram sérstöðu vör- unnar eða þjónustunnar á markaðnum og hvernig best megi tryggja viðskipti til bæði skemmri og lengri tíma. Árangurinn veltur svo á skipulagi viðkomandi fyrirtækis og því stjórnkerfi sem á að tryggja samstillingu starfsins. Stefnan bæði markast af og hefur áhrif á þetta innra sam- hengi sem hér er lýst. Grunnurinn að fyrirtæki eru þau verðmæti sem það býr til og gefur af sér. Fyrirtæki þarf að eiga erindi við við- skiptavini og færa þeim nýtilegar afurðir. Samskipti við við- skiptavini þurfa ávallt að vera í samræmi við það sem þeir vilja og eru tilbúnir að borga fyrir. Fyrirtæki þarf jafnframt að eiga góð samskipti við starfsmenn og gjalda þeim það sem þeim ber, það þarf ávallt að vera í sátt við samfélagið og einnig þjóna eigendum sínum og veita þeim eðlilega ávöxtun. Eðli málsins samkvæmt er afstaðan og áherslurnar í ofangreindum þáttum kjarni í stefnu sérhvers fyrirtækis. Það er farsælt fyrir öll fyrirtæki að gæta vel að eðlilegu jafnvægi í samskiptum við hagsmunaaðila sína og það er grundvallaratriði fyrir stöðu og ímynd fyrirtækis í nútíma- samfélagi að sýna af sér gegnheila samfélagsábyrgð. STEFNA Á DÝPTINA OG BREIDDINA Stefna til framtíðar er yfirgripsmikil afstaða til þess sem fyrirtæki vill vera og vill verða. Stefnan hefur að geyma lykilhugmyndir um starfsemi og þróun fyrirtækisins í því umhverfi sem það starfar í. Stefnan er leiðbeinandi og hún gefur fyrirtækinu ÁTTINA í starfseminni. Starfsfólk fyrirtækisins þarf að vita hvað er norður, austur, suður og vestur í starfseminni. Segja má að MEGINSTEFNA fyrir- tækis sé lýsandi fyrir þá átt sem haldið er í. Framsetning á stefnu er mismunandi á milli fyrirtækja. Mörg minni fyrir- tæki hafa ekki formlega stefnu meðan flest stærri fyrirtæki fara reglulega yfir stefnu sína og birta hana með einhverjum hætti. Meginmálið er að stefnan sé skýr og sterkast er þegar forstjóri fyrirtækisins leiðir starfið með ótvíræðum hætti. Starfsfólk er hreyfiaflið í sérhverju fyrirtæki. Árangur fyrir- tækis veltur á vilja og hvatningu starfsfólksins. Fyrirtæki hafa fjölbreytta starfsemi á ólíkum mörkuðum og stærð fyrirtækja er mismunandi. Vegna þessa flækjustigs er ávallt nauðsynlegt að skyggnast dýpra í STEFNUNA og stilla henni upp eftir mismunandi flokkum eða þáttum, sem eru ólíkir að umfangi. Hér má nefna heildarstefnu, viðskiptastefnu, rekstr- arstefnu og stefnu fyrir einstaka starfsþætti s.s. starfs- mannamál, fjármál og markaðsmál. Afstaðan, sem birtist í hverjum stefnuflokki á hverjum stað, á hverju sviði og í hverjum þætti, snertir allt fólkið í fyrirtækinu og öll önnur verðmæti fyrirtækisins. Sú afstaða sem birtist í allri stefnu fyrirtækisins er í eðli sínu kvik en tekur þó mismiklum breytingum yfir tíma. Vegna lagskiptingar í skipulagi fyrirtækja, mismunandi umfangs í starfsemi þeirra og þeirrar dýptar sem stefna þarfnast er ljóst að samstilling er mikilvæg. Menning innan fyrirtækis, starfsandi og siðir, skiptir miklu fyrir samstill- inguna. S T J Ó R N U N Mynd 1: Hvert stefnir fyrirtækið? STEFNAN N S V A © RSS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.