Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 40

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Árni Stefánsson, fram- kvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs N1 og hugmyndasamkeppninnar, segja að markmið samkeppninnar sé að hvetja fólk og fyrirtæki til nýrrar sóknar og uppbyggingar um allt land og leysa nýjar hugmyndir úr læðingi. „Spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir núna er þessi: Hvernig komumst við út úr efnahagsvandræðunum? Lausnin felst í aukinni verðmætasköpun þjóðarinnar. Með þessari hugmynda- samkeppni vill N1 laða fram hugmyndir sem geta skapað aukin verðmæti fyrir þjóðarbúið.“ Viljum tala kjark í þjóðina Að sögn Hermanns sat framkvæmdastjórn N1 löngum stundum og velti fyrir sér hvernig fyrirtækið gæti látið gott af sér leiða eftir efnahagshrunið í október síðastliðnum. „Eitt af því sem okkur fannst vanta var að einhver talaði kjark í þjóðina og gerði henni grein fyrir því að það væri ekki öllu lokið þrátt fyrir erfiða tíma. Upp úr því kviknaði sú hugmynd að efna til málþings um hvað framtíðin bæri í skauti sér og hugmyndasamkeppni um góð viðskiptatækifæri. Fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins var sammála um að reyna að hvetja skap- andi fólk og frumkvöðla á öllum sviðum til að koma fram með sínar viðskiptahugmyndir og við myndum síðan veita viðurkenningar fyrir bestu hugmyndirnar að mati dómnefndar og vera sigurvegurunum innan handar við að koma þeim á framfæri. Vonin er sú að með sam- keppninni komi fram arðbærar viðskiptahugmyndir sem geta skapað störf og verðmæti fyrir þjóðina. Hugmyndasamkeppnin er heimasmíðuð og ólíkt öðrum svip- uðum samkeppnum er hún algerlega opin og óbundin. Í mörgum keppnum að þessu tagi eru sett skilyrði um framsetningu ítarlegrar viðskiptaáætlunar og það dregur kjarkinn úr mörgum frumkvöðlinum sem annars hefði tekið þátt. Við lítum aftur á móti svo á að það eigi allir að geta tekið þátt hvort sem þeir kunna að setja fram viðskiptaáætlun eða ekki. Á Íslandi er urmull af hæfileikaríku fólki sem kann mögulega ekki að setja fram viðskiptaáætlanir en býr yfir góðum hugmyndum sem vel má virkja og við viljum ekki loka á þátttöku þess fólks.“ Hugmyndasamkeppni fyrir alla Árni segir að keppnin sé öllum opin. „Uppleggið er að fram komi hugmyndir sem skapi verðmæti fyrir þjóðfélagið. Þetta er ekki keppni um viðskiptaáætlanir heldur viðskiptahugmyndir, allt frá þeim einföldustu upp í þær flóknari. Samkeppnin er ekki bara hugsuð fyrir nýútskrifaða viðskipta- eða verkfræðinga heldur alla sem telja sig búa yfir góðri hugmynd. Það er mjög auðvelt að taka þátt í samkeppninni og eftir að hugmynd er komin inn leitum við eftir nánari upplýs- ingum ef við teljum slíkt nauðsynlegt fyrir matsvinnu dómnefnd- arinnar. Fullum trúnaði er heitið og innsendar hugmyndir eru áfram eign höfundanna.“ Í júní s.l. stóð N1 fyrir málþingi í Borgarleikhúsinu sem hét Start09 og í tilefni þess voru fengnir til landsins tveir erlendir frum- kvöðlar, Salem Samhoud og Jeff Taylor, til að deila reynslu sinni Framleiðum hugmyndir Hugmyndasamkeppnin Framleiðum hugmyndir er annar áfangi verkefnisins sem N1 stendur fyrir og nefnist Start09 og hófst með hugmynda- fundi í Borgarleikhúsinu í júní síðastliðnum. texti: vilmundur hansen MyNd: geir ólafsson og gunnar sverrisson HugMyNdaSaMkeppNi N1: Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Árni Stefánsson, framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs N1 og hugmyndasamkeppninnar. Hugmyndasamkeppnin Framleiðum hugmyndir er öllum opin og er fyrst og fremst samkeppni um góðar hugmyndir en ekki framsetningu fjár- hagsáætlana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.