Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 14
FRÉTTIR
14 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
Tryggingab vis A5 liggjandi con 14.3.2005 14:08 Page 1
C M Y CM MY CY CMY K
M
iklar vangaveltur hafa
verið um það hve Bubbi
Morthens tónlistarmaður
fékk fyrir sinn snúð þegar Sjóvá
keypti Hugverkasjóð hans.
Enginn virðist vita fjárhæðina
en flestir eru á einu máli um að
upphæðin geti varla verið mikið
meiri en nokkrir tugir milljóna
– og tæplega verið meiri en 40
milljónir. Raunar er athyglisvert
að fjárhæðin skyldi ekki vera
gefin upp – en látið var duga að
segja að hann væri metinn á tugi
milljóna.
Bubbi var hins vegar mjög
kokhraustur í viðtölum eftir sam-
ninginn. Sagði að samningurinn
þýddi að nú gæti hann borgað
skuldirnar án þess að svitna
og benti á að listamaðurinn
Michaelangelo hefði verið gerður
út af auðmönnum og að þetta
rokkaði fyrst og síðast feitt.
Samningurinn er tímamóta-
samningur. Þetta er í fyrsta sinn
sem viðskipti af þessu tagi eru
gerð á Íslandi. Um er að ræða
sérþróaða íslenska útgáfu af svo-
nefndum Pullman-samningi, sem
stórstjörnur á borð við David
Bowie og Rolling Stones hafa gert
í samvinnu við fjármálafyrirtæki á
undanförnum árum.
Umræddur Hugverkasjóður
Bubba Morthens nær til 530 titla
listamannsins og fær Sjóvá allar
tekjur af þeim næstu tíu árin.
Kristján Jónsson markaðsstjóri Poulsen og Ragnar Matthíasson,
framkvæmdastjóri Poulsen.
P
oulsen hefur fest kaup á
versluninni OSG, þ.e. Orku
Snorra G. Guðmundssonar.
Sameiginleg velta þessara
tveggja fyrirtækja er áætluð um
700 milljónir árið 2005. Ragnar
Matthíasson verður framkvæmd-
astjóri félagsins. Íslandsbanki
var ráðgjafi Poulsen við kaupin.
OSG sérhæfir sig í ráðgjöf,
þjónustu og vöruframboði vegna
viðgerða og viðhalds ökutækja.
Höfuðáhersla er lögð á ytri byrði
bílsins, þ.e. yfirbyggingu og vara-
hluti þar að lútandi.
Saga Poulsen nær aftur til
ársins 1910 þegar Valdemar
Poulsen, danskur járn-
steypumeistari, hóf viðskipti
með eldfastan leir og ýmsa
málma. Eigendur Poulsen eru
Ragnar Matthíasson, Lovísa
Matthíasdóttir, Matthías Helga-
son og Kristján E. Jónsson.
Poulsen kaupir OSG
Hvað fékk Bubbi mikið?
Bubbi Morthens tónlistar-
maður skrifar undir sam-
ninginn við Sjóvá. Við hlið
hans eru þeir Þorgils Óttar
Mathiesen, forstjóri Sjóvá, og
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Íslandsbanka.
„Þessi samningur rokkar feitt“
FRÉTTIR