Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
markaðnum. Það eru Lyfja og Lyf og heilsa. Frjáls verslun metur
markaðinn svo að velta allra apóteka í smásölu á síðasta ári hafi
verið nálægt 11 milljörðum. Við áætlum að samanlögð velta risanna
tveggja, Lyfju og Lyf og heilsu hafi verið um 9,5 milljarðar á síðasta
ári og að velta Lyfjavers og Lyfjavals í smásölu hafi verið á bilinu
800 til 900 milljónir. Ætla má að aðrir, 8 önnur apótek, hafi selt lyf
fyrir um 500 til 600 milljónir. Samkvæmt þess eru keðjurnar tvær
með um 85% af markaðnum. Forráðamenn Lyfjavers segjast stefna
að því að auka markaðshlutdeild sína í smásölu um 5 prósentustig
á næstu þremur árum.
Lyfjaval rekur tvö apótek, annað í Mjóddinni og hitt í Kópavogi.
Apótek þess í Mjóddinni er talið 5. til 6. söluhæsta apótek landsins
– og það þrátt fyrir að þar séu þrjú apótek í einum hnappi og að
Lyf og heilsa hafi opnað apótek nánast ofan í apóteki Lyfjavals.
Langsöluhæsta apótek landsins er Lyfja í Ármúla. Apótek Lyfju í
Smáranum í Kópavogi er einnig mjög sterkt.
Lyfjaver er ólíkt öðrum apótekum. Það rekur vissulega apótek
við Suðurlandsbraut. En sala þess byggist þó fyrst og fremst á því
að það býður upp á tölvustýrða lyfjaskömmtun fyrir fólk sem þarf
að taka margar tegundir af lyfjum. Lyfin eru sett í litla poka en á
hvern og einn er merkt hvenær dagsins skammturinn skuli tekinn
inn. Lyfjaver útbýr núna lyfjaskammta fyrir tæplega 4 þúsund ein-
staklinga vítt og breitt um landið í heimahúsum eða á heilbrigðis-
stofnunum.
Lyfjaver boðaði til hins sögulega blaðamannafundar um hádeg-
isbilið á sunnudegi til þess að kynna heimsendingarþjónustu sína.
Keppinautunum fannst fyrirtækið vera með býsna mikla flugelda-
sýninu því heimsendingarþjónusta hefði verið til staðar hjá apó-
tekum á höfuðborgarsvæðinu. En hún virðist þó ekki hafa verið
STÆRÐ MARKAÐARINS
11 MILLJARÐAR
Velta Lyfju og Lyfja og heilsu:
Um 9,5 milljarðar kr.
Velta Lyfjavers og Lyfjavals:
Um 800 til 900 milljónir kr.
Önnur apótek, 8 talsins:
Um 500 til 600 milljónir kr.
Lyfjamarkaðurinn allur er talinn
um 14 milljarðar króna. Sala
lyfja í smásölu (apótek)er 80%
og lyfjakaup sjúkrahúsa og
heilsugæslustofnana eru um
20%.
Niðurstaða: Þessi aðferð gefur
veltu apóteka upp á 11,2 mill-
jarða og lyfjakaup sjúkrahúsa
upp á 2,8 milljarða.
FJÖLDI LYFSEÐLA
Tryggingastofnun afgreiðir
um 2 milljónir lyfseðla á ári
(þar af 1,8 – 1,9 milljónir
rafrænt).
110 AFGREIÐSLUR
Alls er hægt að fá lyfseðils-
skyld lyf afgreidd á 110 stöðum
á Íslandi en þar af eru „hefð-
bundin“ apótek aðeins 61.
MARKAÐURINN 11 MILLJARÐAR
„Okkar sérstaða felst fyrst og fremst
í því að við bjóðum viðskiptavinum
okkar upp á markvisst sölukerfi á
ókeypis heimsendingum út um allt
land og sama verð fyrir lyfin óháð
því hvar á landinu þeir búa.“
- Aðalsteinn Steinþórsson,
stjórnarformaður Lyfjavers.
„Við bjóðum heimsendingarþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu. En við
reiknum fastlega með því að
Lyfjastofnun stöðvi að fullu
póstsendingar á lyfjum. Þær eru að
mínu mati ólöglegar á þann hátt sem
Lyfjaver ætlar sér að stunda.“
- Hrund Rudolfsdóttir,
framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu.
Apótekin berjast og eftir nokkru er að slægjast í smásölu á lyfjum. Tvær keðjur,
Lyfja og Lyf og heilsa, ráða markaðnum og eru með um 85% markaðshlutdeild.
LYFSALA