Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 46

Frjáls verslun - 01.02.2005, Síða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 markaðnum. Það eru Lyfja og Lyf og heilsa. Frjáls verslun metur markaðinn svo að velta allra apóteka í smásölu á síðasta ári hafi verið nálægt 11 milljörðum. Við áætlum að samanlögð velta risanna tveggja, Lyfju og Lyf og heilsu hafi verið um 9,5 milljarðar á síðasta ári og að velta Lyfjavers og Lyfjavals í smásölu hafi verið á bilinu 800 til 900 milljónir. Ætla má að aðrir, 8 önnur apótek, hafi selt lyf fyrir um 500 til 600 milljónir. Samkvæmt þess eru keðjurnar tvær með um 85% af markaðnum. Forráðamenn Lyfjavers segjast stefna að því að auka markaðshlutdeild sína í smásölu um 5 prósentustig á næstu þremur árum. Lyfjaval rekur tvö apótek, annað í Mjóddinni og hitt í Kópavogi. Apótek þess í Mjóddinni er talið 5. til 6. söluhæsta apótek landsins – og það þrátt fyrir að þar séu þrjú apótek í einum hnappi og að Lyf og heilsa hafi opnað apótek nánast ofan í apóteki Lyfjavals. Langsöluhæsta apótek landsins er Lyfja í Ármúla. Apótek Lyfju í Smáranum í Kópavogi er einnig mjög sterkt. Lyfjaver er ólíkt öðrum apótekum. Það rekur vissulega apótek við Suðurlandsbraut. En sala þess byggist þó fyrst og fremst á því að það býður upp á tölvustýrða lyfjaskömmtun fyrir fólk sem þarf að taka margar tegundir af lyfjum. Lyfin eru sett í litla poka en á hvern og einn er merkt hvenær dagsins skammturinn skuli tekinn inn. Lyfjaver útbýr núna lyfjaskammta fyrir tæplega 4 þúsund ein- staklinga vítt og breitt um landið í heimahúsum eða á heilbrigðis- stofnunum. Lyfjaver boðaði til hins sögulega blaðamannafundar um hádeg- isbilið á sunnudegi til þess að kynna heimsendingarþjónustu sína. Keppinautunum fannst fyrirtækið vera með býsna mikla flugelda- sýninu því heimsendingarþjónusta hefði verið til staðar hjá apó- tekum á höfuðborgarsvæðinu. En hún virðist þó ekki hafa verið STÆRÐ MARKAÐARINS 11 MILLJARÐAR Velta Lyfju og Lyfja og heilsu: Um 9,5 milljarðar kr. Velta Lyfjavers og Lyfjavals: Um 800 til 900 milljónir kr. Önnur apótek, 8 talsins: Um 500 til 600 milljónir kr. Lyfjamarkaðurinn allur er talinn um 14 milljarðar króna. Sala lyfja í smásölu (apótek)er 80% og lyfjakaup sjúkrahúsa og heilsugæslustofnana eru um 20%. Niðurstaða: Þessi aðferð gefur veltu apóteka upp á 11,2 mill- jarða og lyfjakaup sjúkrahúsa upp á 2,8 milljarða. FJÖLDI LYFSEÐLA Tryggingastofnun afgreiðir um 2 milljónir lyfseðla á ári (þar af 1,8 – 1,9 milljónir rafrænt). 110 AFGREIÐSLUR Alls er hægt að fá lyfseðils- skyld lyf afgreidd á 110 stöðum á Íslandi en þar af eru „hefð- bundin“ apótek aðeins 61. MARKAÐURINN 11 MILLJARÐAR „Okkar sérstaða felst fyrst og fremst í því að við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á markvisst sölukerfi á ókeypis heimsendingum út um allt land og sama verð fyrir lyfin óháð því hvar á landinu þeir búa.“ - Aðalsteinn Steinþórsson, stjórnarformaður Lyfjavers. „Við bjóðum heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. En við reiknum fastlega með því að Lyfjastofnun stöðvi að fullu póstsendingar á lyfjum. Þær eru að mínu mati ólöglegar á þann hátt sem Lyfjaver ætlar sér að stunda.“ - Hrund Rudolfsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu. Apótekin berjast og eftir nokkru er að slægjast í smásölu á lyfjum. Tvær keðjur, Lyfja og Lyf og heilsa, ráða markaðnum og eru með um 85% markaðshlutdeild. LYFSALA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.