Frjáls verslun - 01.02.2005, Side 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5
AMERÍSKIR DAGAR
Umsvif Vélasviðs Heklu hafa aukist jafnt og þétt síðustu misseri - og sem fyrr er sala og þjónusta á vélum og tækjum frá Cater-
pillar mikilvægur hluti starfseminnar. „Markmiðið
er að veita viðskiptavinum okkar bestu þjónustu
sem völ er á. Stór hluti af velgengni okkar er það
traust sem viðskiptavinir sýna. Slíkt er ómetanlegt.
En ekki er sjálfgefið að ná einum besta árangri í
heiminum við sölu Caterpillar, miðað við mark-
aðsstærð, eins og gerðist hér á landi í fyrra. Þetta
var engu að síður raunin og við fengum sérstaka
viður kenningu framleiðandans fyrir árangur og
erum ákaflega stolt af því,“ segir Ásmundur Jóns-
son, framkvæmdastjóri Vélasviðs Heklu.
Framkvæmdir kalla á þjónustu Höfuðstöðvar
Caterpillar eru í Peoria í Illinois í Bandaríkjunum.
Starfsemin teygir þó anga sína um heim allan og
verksmiðjur eru víða, svo sem í Evrópu, Asíu,
Suður-Ameríku, auk Bandaríkjanna. Mest af þeim
vélum sem Hekla selur hér á landi eru framleiddar
í Evrópu en ýmsar stærri vélar koma þó frá Band-
aríkjunum og Suður-Ameríku. Caterpillar framleiðir flestar gerðir
vinnuvéla, svo sem traktorskröfur, belta- og hjólagröfur, jarðýtur,
hjólaskóflur, veghefla, námutrukka, liðtrukka og fleira.
Áhrif stórframkvæmda í landinu hafa sett sitt mark á rekstur
Vélasviðs Heklu. Framkvæmdir til að mynda á Austurlandi: við Kára-
hnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði hafa kallað á meiri þjónustu og
athygli og samhliða því hefur sala véla og tækja aukist. Á liðnu ári
voru alls fluttar inn til landsins um 320 nýjar vinnuvélar, stórar og
smáar og árið 2003 var innflutningurinn um 350 vélar í heildina talið.
Þetta er ríflega helmingi meiri en gerist í meðalári. Hlutdeild Cater-
pillar á markaðnum hvort ár um sig var um fjórðungur.
Áreiðanleiki og gæði „Flest stærri verktakafyrirtæki landsins eru í
hópi ánægðra viðskiptavina okkar. Stjórnendur þeirra leggja áherslu
á áreiðanleika og gæði tækjanna og þjónustu við þau og eiga að geta
gengið að slíku vísu hjá okkur,“ segir Ásmundur.
Innflutningur og sala á Caterpillar lyfturum hefur einnig verið í
örum vexti. „Við lögðum ekki áherslu á þennan markað að ráði fyrr en
Caterpillar
í öndvegi
VÉLASVIÐ HEKLU HF.
Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu og Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs
Heklu. „Flest stærri verktakafyrirtæki landsins eru í hópi ánægðra viðskiptavina okkar.“
árið 2001. Það ár var Caterpillar með 5% markaðs-
hlutdeild í sölu lyftara hér á landi en núna erum við
komin upp í rétt tæp 20% af kökunni. Línan hefur
verið nánast beint upp. Þetta er ánægjuleg þróun
og í fullu samræmi við þann árangur sem fyrirtækið
hefur náð í heild sinni. Heildarvelta vélasviðsins í
fyrra var rúmir 3,2 milljarðar og hlutur Caterpillar
er um helmingur af því,“ segir Ásmundur.
Vélasvið Heklu selur einnig Caterpillar afl-
vélar í skip og báta – sem og rafstöðvar fyrir
landnotkun og annast þjónustu við þessi tæki.
Árangur hefur verið mjög góður, þó markaðurinn
hafi heldur dregist saman undanfarin ár. Stærsti
jarðbor landsins, Geysir, sem er í eigu Jarðbor-
ana, er knúinn af þremur stórum Caterpillar raf-
stöðvum, sem framleiða alls rúmlega 3 MW. Rafstöðvar þessarar
gerðar eru einnig í notkun víða um land hjá mörgum fyrirtækjum
og stofnunum.
Þjónustunet um allt land Fyrir hálfu öðru ári fluttist aðsetur Véla-
sviðs Heklu frá Laugavegi 170 í Klettagarða 8-10 í Reykjavík. Alls
er aðstaðan 4.350 fermetrar og þjónustuverkstæðið þar er búið
fullkomnasta búnaði sem býðst. „Við erum með þjónustunet um
allt land, en auk þjónustumiðstöðvarinnar við Klettagarða erum við
með aðra slíka undir merkjum Heklu á Austurlandi ehf. á Reyðar-
firði, sem við eigum og rekum í samvinnu við heimamenn eystra. Þá
er Vélasvið Heklu einnig með þjónustu og varahlutalager við Kára-
hnjúka þar sem við sinnum vélum helstu verktaka við framkvæmdir
þar. Í samstarfi við Trukkinn ehf. á Akureyri er veitt þjónusta á
Norðurlandi,“ segir Ásmundur sem bætir því við að þjónusta við
atvinnutæki sem næst vinnusvæðum skipti sköpum fyrir verktaka-
fyrirtækin. Því fyrr sem hægt er að bregðast við, því greiðar gangi
verkin, frátafir verði minni og verulegir fjármunir sparist.
Þungavinnuvélar seljast
sem aldrei fyrr. Hag-
kvæmar lausnir, góð
aðstaða og frábær þjón-
usta hjá Vélasviði Heklu.