Frjáls verslun - 01.02.2005, Qupperneq 111
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 5 111
Katrín Pétursdóttir, framkvæmda-
stjóri Lýsis, segist ekki elda
mikið, heldur sé það eigin-
maðurinn, Jón Guðlaugsson, sem
annast matargerð á heimilinu.
„Hins vegar hef ég stundum
fengið góðar tillögur frá einka-
þjálfara mínum, Guðbjörgu í
Yndisauka. Hún er reyndar svo
sniðug í þessu að hún hefur nú
sett á laggirnar sælkeraverslun í
Iðu við Lækjargötu þar sem hún
hjálpar fólki eins og mér sem
er með minnimáttarkennd í eld-
húsinu.
Eftirfarandi uppskrift er frá
Yndisauka og er hreint frábær
og öllum fær að framkvæma
með frábærum árangri þannig að
maður lítur út fyrir að hafa ára-
langa reynslu í matargerð.“
Saltfiskur í sparifötum:
600-700 g útvatnaður
saltfiskur
100 g peppadew
100 g franskur geitaostur
100 g þistilhjörtu
1 stk. rauðlaukur, saxaður
1 stk. gul paprika, smátt
skorin
4 hvítlauksrif, söxuð
2 stilkar ferskt rósmarín
2 dl gæða ólífuolía
2 1/2 dl maukaðir tómatar
1 dl hvítvín
nýmalaður pipar
Fyllið peppadew með geitaost-
inum. Helmingurinn af olíunni
er hitaður á pönnu og rauðlauk-
urinn og hvítlaukurinn er látinn
gyllast í olíunni. Síðan er papriku
og rósmarín bætt út á og látið
malla aðeins. Þá er hvítvíninu
hellt út á og látið sjóða aðeins
niður. Loks er tómat maukinu
bætt við og látið malla í nokk-
rar mínútur við vægan hita.
Afgangnum af olíunni er bætt út
í og sósan sett til hliðar.
Saltfiskurinn er steiktur á
roðhliðinni í stutta stund og
roðið brúnað.
Sósan er sett í botninn á
eldföstu móti og saltfisknum
raðað þar ofan á með roðhliðina
upp. Þistilhjörtum og peppadew
er raðað með og piprað eftir
smekk.
Eldfasta mótið er sett í 185
gráðu heita ofn í 10 mínútur eða
þar til fiskurinn er tilbúinn.
Kartöflumús eða soðnar kart-
öflur eru góðar með réttinum.
„Í mínum huga er
Jökulsárlón fallegasti
staður á Íslandi.
Það er ekki spurn-
ing,“ segir Þórunn
Reynisdóttir, fram-
kvæmdastjóri AVIS.
„Staðurinn hefur svo
yfirnáttúrlega krafta.
Það er ekki hægt að
lýsa því með orðum.
Það þarf að upplifa
það á staðnum.“
Þórunn segist
þurfa að komast
að Jökulsárlóni um
tvisvar sinnum á ári
– henni þykir nauð-
synlegt að komast
þangað.
„Fegurðin er svo
mikil og staðurinn
er svo sérstakur.
Maður upplifar nátt-
úruna, kraftinn og
aðdráttaraflið. Allt
spilar þetta saman.
Umhverfið er svo
breytilegt. Staðurinn
hefur aldrei verið
eins þegar ég hef
komið þangað. Það
er alltaf eitthvað sem
hefur breyst.
Við Íslendingar
erum því miður alltaf
að leita langt yfir
skammt því landið
okkar Ísland hefur
upp á svo margt
að bjóða að það er
erfitt að velja. Því er
að sjálfsögðu hreint
frábært að keyra um
landið og sjá breyti-
leikann í landslaginu
sem er aldrei eins
eftir árstímum og sjá
þessa víðáttu sem
hér er.“
Katrín
Pétursdóttir,
framkvæmda-
stjóri Lýsis,
gefur góða
uppskrift.
Sælkeri mánaðarins:
SALTFISKUR Í SPARIFÖTUM
Fallegasti staður á Íslandi:
JÖKULSÁRLÓN
Þórunn
Reynisdóttir,
framkvæmda-
stjóri AVIS.
„Í mínum huga er Jökulsárlón fallegasti staður á Íslandi.“
Svo mörg voru þau orð
,,Hins vegar legg ég höfu›áherslu á a› sala Símans ver›i jákvæ›,
ekki neikvæ›.“
Halldór Ásgrímsson forsætisrá›herra. Fréttabla›i› 26. febrúar.
,,Propaganda var ævint‡ri líkast. Í raun og veru vissum vi› ekkert
hva› vi› vorum a› gera.“
Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframlei›andi. Morgunbla›i› 24. febrúar.
,,Flugvélin haf›i veri› köllu› ,,þjó›arþotan“ og sem fjármálará›herra
haf›i ég gert í henni fjárnám. Þá birtist óþekktur flugma›ur og sag›i:
,,Ég vil kaupa hana og ég ætla mér a› skapa farsælt flugfélag.“
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Úr ræ›u vi› opnun
n‡rra höfu›stö›va Avion Group í Bretlandi. Morgunbla›i› 3. mars.