Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2002, Side 26

Ægir - 01.07.2002, Side 26
24 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Skaginn hf. Bakkatúni 26 300 Akranes Sími: 430 2000 Fax: 430 2001 Veffang:www.skaginn.is Sigurður G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Uppsjávarkerfi frá Skaganum hf. Á liðnum árum hefur Skaginn hf. unnið að mikilli endurhönnun á kerfum fyrir vinnslu á uppsjávar- fiski. Á þessum tíma hefur fyrirtæk- ið sett upp vinnslukerfi, bæði í landi og á sjó. Má þar nefna vinnslukerfi hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA, Þorsteini EA og nú er í vinnslu kerfi fyrir Hannover EA. Nú er verið að vinna að uppsetningu brettunar- kerfis hjá Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði auk þess sem unnið er að stórum verkefnum í Noregi og Bandaríkjunum. Vigtarkerfi Það sem er sammerkt í þessum kerfum er að þau byggjast upp úr einingum sem unnt er að raða saman. Vigtarkerfið er af- kastamikið og nákvæmt. Sem dæmi um afköst kerfisins má nefna að um borð í skipum með 100-150 tonna frystingu á sólarhring er aðeins eitt vigtarkerfi. Að- ferðin sem Skaginn notar við vigtunina byggir á því að skipta vigtuninni í tvö þrep. Megin hlutinn er vigtaður í trog, en fínvigtun sett sér. Ef skammturinn er ekki innan marka er fínvigtuninni hafnað og nýr skammtur veginn. Þessi aðferð er nú í einkaleyfisferli. Pönnuflutningur og frystar Eftir vigtun er sjálfvirkur flutningur á bökk- um að frystum. Skaginn hefur þróað plastbakka sem henta vel í flestar gerðir frysta. Ál og stálpönnur ganga þó jafn vel í kerfinu. Frystiaðferðir eru margvíslegar og hefur Skaginn hannað innmötun og frátöku í sjálfvirka plötufrysta, hefð- bundna plötufrysta og blástursfrysta. Sveigjanleiki í lausnum er aðalsmerki fyr- irtækisins þar sem lausnin er sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Staðlaðar ein- ingar eru þó innan þessara sérlausna. Má nefna að Skaginn hefur smíðað pönnuvagn á braut sem tengdur er sjálf- virkri úrsláttarvél. Þessi vagn er nú í þrem skipum frá Samherja og getur tengst flestum hefðbundnum frystum. Hannað hefur verið brettakerfi fyrir blástursfrysta sem byggir á sama grundvelli og hausa- þurrkunarkerfi Skagans og svo mætti lengi telja. Skaginn hefur tengt búnaðinn við mis- munandi gerðir frysta bæði á landi og sjó. Hefðbundnir plötufrystar eru um borð í skipum Samherja, sjálfvirkir plötu- frystar voru um borð í Guðrúnu Gísla- dóttur og eru hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, blástursfrystar eru hjá Vågan Pelagisk í Noregi sem er verið að framleiða kerfi fyr- ir og svo má lengi telja. Grundvallarsjón- armið í hönnun allra kerfanna er að lág- marka pökkunarkostnað og hámarka nýtingu frystitækjanna. Brettastöflun Frá frystunum eru pönnurnar fluttar í sjálfvirkan úrslátt. Pönnurnar eru fluttar í þvott og skilað aftur til vigtarkerfisins, en blokkirnar fara í stöflun. Framan við brettastöflunarkerfið eru pökkunarvélar sem vefja ódýrum pappaumbúðum utan um blokkina ef þeirra er þörf. Einnig er unnt að setja blokkina í hefðbundnar pappaumbúðir. Meira og meira fer þó beint á bretti í plastpokum. Í brettastöflunarkerfinu er blokkinni raðað á bretti. Sjálfvirkur flutningur er á tómum brettum að kerfinu og fullum brettum frá því. Fullu brettin fara síðan í vafningsvél þar sem plasti er vafið utan um brettin og þau síðan flutt í frysti- geymslu. Slík kerfi eru bæði í landi og um borð í skipum þar sem gengið er frá brettum á vinnsludekkinu og brettin flutt tilbúin niður í frystilestina í lyftu. Aðrar vörur Skagans Skaginn státar af því að hafa fjölbreytta vörulínu. Auk framangreindra uppsjávar- kerfa framleiðir fyrirtækið krapakerfi, þvottakerfi, karahvolfara, karaflutnings- kerfi, snyrtilínur, lausfrysta og fleira. Á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi kynnir fyrirtækið nýja viðbót við þvottakerfi Skagans, svonefndan þvottaþræl sem er sjálfvirkur þvottur á hreyfanlegum hlutum. Stærsta nýjungin á sýningunni er þó ný tækni í vinnslu á hvítfisk sem eykur verð- mæti sjávarafla í landvinnslu umtalsvert. Um er að ræða tækni sem tengd er laus- frysti Skagans. Þessi aðferð er nú í einkaleyfisferli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.