Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2002, Page 112

Ægir - 01.07.2002, Page 112
110 F Y R I R T Æ K J A K Y N N I N G Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins, VUR Rauðarárstíg 25 150 Reykjavík Sími: 545 9900 Fax: 562 2373 Veffang: www.vur.is Benedikt Höskuldsson, forstöðumaður VUR, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Aðstoð við útrás á erlenda markaði Viðskiptafulltrúar VUR starfa í sjö af 17 sendiskrifstofum Íslands en að auki veitir VUR íslenskum fyrirtækj- um aðgang að yfir 220 ræðismönn- um í meira en 60 löndum. „Aðstoð VUR gengur út á að hjálpa íslenskum fyrirtækjum við að koma sér á framfæri á erlendum mörkuðum. Okkar viðskiptafulltrúar kanna viðkomandi markað, setja saman lista yfir hugsanlega viðskiptavini, skipuleggja fundi og sitja jafnvel fundi með fyrirtækjunum eða fara á þá sem fulltrúar þeirra. Í stuttu máli má segja að okkar þjónusta felist í því að gefa íslenskum fyrirtækjum tækifæri til að nýta sér víðtækt net utanríkisþjónustunn- ar, sendiráð og ræðisskrifstofur, til hags- bóta fyrir íslenskt atvinnulíf,“ sagði Bene- dikt Höskuldsson, forstöðumaður VUR, viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. VUR veitir sérhæfða markaðsráðgjöf í sjö sendiráðum Íslands, þ.e. í París, Berlín, Lundúnum, New York, Peking, Moskvu og Tókíó. Í framtíðinni er stefnt að því að hún verði veitt í öllum tvíhliða sendiráðum Íslands. Starfsmenn þessara sendiráða taka að sér að leysa einstök verkefni og veita sérhæfða markaðsþjón- ustu eða markaðsráðgjöf. „Okkar markmið er að efla viðskipta- þekkingu innan utanríkisþjónustunnar eftir megni og virkja starfsmenn hennar til þátttöku í íslenskri útrás á erlendum mörkuðum. Til að þetta megi takast þurfa okkar menn að hafa haldgóða þekkingu á staðháttum á viðkomandi svæði. Sú þekking ásamt þeirri stöðu sem við höfum sem starfsmenn utanrík- isþjónustunnar, opnar margar dyr, hvar sem er í heiminum. Á hinn bóginn er það svo auðvitað verkefni fyrirtækjanna sjálfra að leggja upp verkefnin, þróa viðskipta- hugmyndir og loka sölu þegar vel tekst til,“ sagði Benedikt ennfremur. VUR hefur frá upphafi staðið að viða- mikilli fræðslu og kynningu á Íslandi og íslenskum fyrirtækjum í samstarfi við er- lenda aðila með fyrirlestrum, ráðstefnum og sýningum. Þannig voru t.d. haldnir Ferskfiskdagar í París og Bremerhafen og Íslandskynning í Japan í tengslum við opnun sendiráðs í Tókíó. VUR er í sam- starfi við Útflutningsráð, Nýsköpunarsjóð, Verslunarráð, Félag íslenskra stórkaup- manna, Iðntæknistofnun, Ferðamálaráð, Byggðastofnun og atvinnumálafulltrúana úti á landi. Benedikt segir að samstarfið við þá skipti miklu máli. „Við viljum gjarn- an að fyrirtæki úti á landsbyggðinni skynji að þau eiga vísa aðstoð erlendis ef þau hafa góðar hugmyndir og vilja hrinda þeim í framkvæmd,“ segir hann. „Við höfum orðið vör við mikla ánægju hjá þeim fyrirtækjum sem VUR hefur unnið fyrir. Þau eru ánægð með að eiga sér liðsmenn í fjarlægu umhverfi og sá skiln- ingur sem fyrirtækin hafa mætt við að fá erindi sín afgreidd fljótt, faglega og í full- um trúnaði, virðist koma þeim á óvart.“ Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytis- ins, VUR, er með bás á sjávarútvegssýn- ingunni nr. E61. Viðskiptafulltrúar sendi- ráðanna koma í heimsókn af þessu tilefni og verða til viðtals á sjávarútvegssýning- unni og í utanríkisráðuneytinu. Frekari upplýsingar um VUR fást á slóðinni www.vur.is. Ennfremur má hafa samband við ráðuneytið í síma 545 9900 eða beint við viðkomandi sendifulltrúa erlendis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.