Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 13
TÍMAIUT MÁI.S OG MENNINGAR
195
hættulegt að heyra. Og það myndi aldrei koma neitt í ritdómi
um hana, sem íslendingum væri ekki uppbygging að. Það var
gott, að þessi ummæli voru tekin upp i auglýsinguna í útvarp-
ið. En hvað haldið þið, að gerist nokkrum kvöldum síðar? Það
voru tekin upp i auglýsingu unnnæli eftir prófessor Sigurð Nor-
dal um Fegurð himinsins, bók eftir Halldór Iviljan Laxness, og
cnnfremur nokkur (ósjálfráð?) viðurkenningarorð úr grein eftir
Jónas Jónsson frá Hriflu um sömu bók. Útvarpsstjóri fann ekkert
brot á reglum stofnunarinnar. Jón Eyþórsson tók ekki eftir
neinu. Ráðherrann var andvaralaus. Og auglýsingin kom tvo daga.
Á þriðja degi mun Jónas frá Hriflu hafa vaknað og brá þá við
skjótt og harkalega. Hvað hugsaði Jón Eyþórsson? Hvi lét hann
annað eins viðgangast? Til hvers var hann formaður útvarps-
ráðs? Formaðurinn sá yfirsjón sína, tók skipun húsbónda sins
i alvöru og heimtaði með þjósti miklum, að 'auglýsingin yrði
ekki framar birt. Enn varð að setja nýjar reglur. Héðan í frá
mátti ekki birtast í auglýsingu neinn dómur um bækur né höf-
unda þeirra. Eormaðurinn gerði yfirbót sína og hélt reiðilestur
yfir Ólafi Kárasyni. Það dugar ekki pólitískum foringjuin að vera
andvaralausir. Yfir öllu verða þeir að vaka. í rauninni þurfa
þeir að hafa nefið niðri í öllu. Ef þeir eru ekki alls staðar þef-
andi, getur þjóðin verið glötuð á morgun. Og hver veit, hvað
hlotizt hefur af birtingu þessarar einu auglýsingar?
Kr. E. A.