Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 247 framt er í henni allri léttur leikur gamansemi og skops, þegar hinn alvarlegasti ásetningur snýst upp i taumlausa eftirlátssemi við freistingarnar. Og sums staðar bregður Þórbergur sér yfir í hvassar ádeilur og napurt, særandi háð. Sjálfslýsing Þórbergs, eins og hún birtist hér og í Islenzkum aðli, er einstök. Menn kynnast persónu hans frá öllurn hliðum. Aðrar persónur í bók- inni eru miklu takmarkaðri, þeim er lýst meira utan frá, fram- komu þeirra, hátterni og tali. Þórhergur er of mikill einstak- lingur, of hugfanginn af sjálfum sér, til þess að geta lifað með þeim i aðdáun eða saniúð, gleymt sjálfum sér og lifað lífi þeirra. Þó tekst honum það stundum vel, eins og í kaflanum um Eirik á Brúnum. Auk frásagnarlistarinnar er stílsnilldin og málfegurðin aðdá- unarverð i bókum Þórbergs. Þar geta flestir höfundar gengið 1 skóla til hans. Hið innra hugmyndaflug lyftir stílnum. Hefur stíll Þórbergs aldrei verið jafn hófsamur, einfaldur og listrænn eins og í Ofvitanum. Það þarf s'nilld til að þræða jafn hár- nákvæmt vegi hins einfalda, án þess að verða banal, eins og gert er í kaflanum Þegar ég gekk i stúku. Málvöndunin, þó að reyndar sé nokkur dirfska i notkun útlendra orða, er lærdóms- rik fyrir unga höfunda. Þeir þyrftu að lesa betur bækur Þór- bergs' og venja sig af hinum hroðvirknislegu vinnubrögðum, sem eiga sér stað hjá mörgum þeirra. Þeir þyrftu að læra af Þór- bergi að velja orðin, sem við eiga, segja hugsanir sínar jafn einfalt, hreint og skýrt. Það er aðeins komið út fyrra bindið af Ofvitanum, og þessu ævisöguverki Þórbergs er ekki lokið með honum. Það er aðeins unglingsárunum, sem lýst er í þeim tveim bókum, sem komnar eru, en hvert hindi flytur lesendunum dýpri skilning á allri sam- tíð höfundarins. Nú, þegar hugsun og þroski eru fordæmd og útskúfuð, en heimska og fáfræði gerð að lífshugsjón þjóðarinn- ar, er það dýrmæt gjöf að fá svona verk i hendur, þar sem vizka, þekking og persónulegur þroski eru enn talin eftirsókn- arverðust allra hluta. Iíristinn E. Andrésson. Guðmundur Daníelsson: Á bökkum Bolafljóts, I og II. Útgef. Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1940. Þetta mun vera fjórða skáldsagan, sem kemur út eftir þennan höfund. Næstsíðust var „Gegnum lystigarðinn“, og held ég, að hún hafi tvímælalaust mátt teljast bezt. Sögur lians hafa yfir- leitt fengið góða dóma, en í þeim dómum hefur þó gætt all- mikillar aðfinnslu um, hve höf. stælti stil Halldórs Laxness. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.