Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 62
244 TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR kennilegasta persónuleika, sem íslendingar hafa át(. Mér dylst ekki, að þrátt fyrir miklar vinsældir, seni bækur Þórbergs njóta, gera menn sér ekki ennþá grein fyrir, hvað meistaralegt verk liann er að semja, en munu iæra að meta það því betur sem lengra kemur fram í það. Það væri ástæða lil að gagnrýna þétta verk á margan bátt. Jafn kynlegt sambland vísindalegra og skáldlegra vinnuaðferða þekki ég ekki bjá nokkrum höfundi. Það er erfitt að skipa þvi i flokk ákveðinnar bókmenntagreinar. Ég býst við, að höfund- urinn myndi vilja skilgreina það eitthvað á þessa leið: Fyrir mér vakir að skrifa sögu mína og samferðamanna minna eins sanna og rétta og lilutlausa og mér er frekast unnt. Ég vil lýsa mönnunum hreinskilnislega eins og þeir eru, eiginleikum þeirra illum og góðum, ýkjulaust, en án þess að draga nokkuð undan. í samræmi við þetta styðst höfundurinn alls staðar við staðreyndir. Flestar persónur, sem koma við sögu, eru tilgreind- ar með fullum nöfnum, margt af þeim eru lifandi menn, sem við getuni borið sem fyrirmyndir saman við sögupersónur Þór- bcrgs. í mörgum atriðum er staðreyndum fylgt af stökustu ná- kvæmni, jafnvel hver veðurlýsing, hver dagsetning er sönn. Það kemur fyrir, að höfundurinn tilgreinir ekki aðeins upp á klukku- stund, heldur mínútu, hvenær atburður hefur gerzt. Og það yrði engum sigursælt að vilja bera brigður á þessar staðreyndir. Þór- bergur fer hárrétt með. Hann hefur iðkað nákvæmni frásagnar sinnar marga áratugi, fært dagbók frá þvi að hann var barn að aldri. Að þessu leyti er fylgt sagnfræðilegum aðferðum, oft í smámunalegustu atriðum. En Þórbergur ræður samt ekki við ímyndunargáfu sína. Hann getur lialdið þeirri skoðun að manni, að hann segi ekkert nema' sannleikann, hann getur flett upp í dagbókum sínum og bent manni á það með ótvíræðum rökum, að það séu staðreyndir, sem hann skrifar. En engu að siður verða atvikin að skáldskap i frásögn hans. Þórbergi fer eins og hverju góðu skáldi, sem vill ná sönnu innihaldi staðreyndanna, lireim atburðanna, áhrifum þeirra á eigið líf og húgsun: hann verður að velja og hafna, færa i stílinn, ýkja. Það verður að gera hlutina sögulega og imyndunin verður eitthvað að fá að njóta sín. Persónurnar og athurðirnir, sem Þórbergur lýsir, eiga sina sérstöku mynd í huga hans, mynd, sem þær eiga hvergi annars staðar. Þessar persónur geta verið liversdagslegar í aug'- um allra annarra en þeirra, sem eiga skáldlega sjón. í frásögn Þórbergs eru þær orðnar sérkennilegar, skoplegar eða stórhrotn- ar, stækkaðar myndir i öðrum hlutföllum en aðrir menn sjá þær, þær eru orðnar sköpunarverk hans sjálfs að meira eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.