Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR 241 ur eftir þessari afstöðu sinni, sem er honum algild og eðli hans samkvæm, en ekki hinni „tækifærissinnuðu“ hráðabirgðaafstöðu, sem þröngvað er upp á hann af andstæðingnum um nokkurt skeið, en hlýtur að vera lokið um leið og andstæðingurinn er úr sögunni — þegar afnumin hefur verið stéttaskipting þjóðfé- lagsins. En ef þessari kröfu væri fullnægt, þá myndi viðleitni efnishyggjumannsins til þjóðfélagsumbóta vera tryggður skjótur og auðunninn sigur, því að þorri mannkynsins myndi þá slást til fylgis við hann og skipulagshreytingin gerast með friðsam- legum hætti. Svo ljósar eru röksemdir hans, svo heilbrigð sið- fræði hans, svo mannúðlegt, réttlátt, fagurt og skynsamlegt það þjóðfélag, sem hann boðar og telur sig hafa visindaleg rök fyrir, að framkvæmanlegt sé. ÖIl von andstæðingsins um að fá borgið völdum sínum og forréttindum er því við það bundin, að takast megi að villa heimildir á kenningum efnishyggjumannsins og fyrirætlunum, en gera hann sjálfan að höfuðóvini þjóðfélags- ins og erkifjanda allra dyggða í vitund þorra manna. Og þetta hefur tekizt svo vel, að jafnvel þeim fáu mönnum, sem hafa full- an vilja á því að dæma efnishyggjumanninn af sanngirni, þótt þeir séu honum ekki i öllu samdóma, er gert mjög erfitt fyrir mn réttan skilning á honum. Hversu margir eru til dæmis þeir, utan hóps efnishyggjumanna sjálfra, sem kunna einhver skil á díalektiskri efnishyggju og vita, í hverju hún er hinni eldri efnis- hyggju frábrugðin? Það kann að stafa af óljósum hugmyndum i þessu efni, þegar menn, sem vilja ekkert heldur en vera sanngjarnir, slá allri efnishyggju í einn bálk og kalla úrelta heimsskoðun (160. bls.), þvi að það á vissulega aðeins við um liina eldri efnishyggju. Hin díalektiska efnishyggja hefur ekki verið afsönnuð vísinda- lega. Það er á misskilningi byggt, þegar sagt er, að efnið sé farið að nálgast það ískyggilega að vera andlegt (29. bls.), þó að benda megi á, að sumir eðlisfræðingar hafi sagt eitthvað svipað i misjafnlega mikilli alvöru. En slikt er þá ekki annað en heimspekileg ályktun þessara eðlisfræðinga, sem engan getur skuldbundið. Rétt er það lijá Nordal, að efni nútímavísinda er ekki lengur efni i hinum grófgerðari skilningi 19. aldarinnar (29. bls.). En þetta efni 19. aldarinnar, sem menn vissu, að gert var af aðgreindum frumeindum og jafnvel að mestum hluta rúm- taks síns af tómu rúmi, var ekki heldur efni í hinum ennþá grófgerðari skilningi miðaldanna, því að þá var allt efni síheill lcökkur. Samt var efnið engu andlegra á 19. öld en miðöldum, og eins er það sízt andlegra nú en á 19. öld. Hugmyndir vorar um efnið eru orðnar nákvæmari og sannari. Það er allt og sumt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.