Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 75
TÍMARIT MÁLS OG MENMNGAR 257 Ivö undanfarin ár, eins og sést bezt af samanburði arkatöl- unnar. Árið 1937 var útgáfan 371/? örk, 1938 55% örk, 1939 77% örk og 1940 53 arkir. Eins og reikningar félagsins, sem birtir verða í næsta befti, munu greinilega sýna, var þess enginn kostur að hafa útgáfuna meiri, og nokkur halli var á útgáf- unni 1939. Allt verðlag, fyrst og fremst á prentpappír, hefur far- ið sihækkandi. Þykir félagsstjórninni illt að geta ekki haldið út- gáfunni í horfinu, en við það fær lnin ekki ráðið. Minnkuð ár- leg útgáfa raskar því fyrirkomulagi, sem við höfðum liugsað okkur. Með því að gefa út 5—6 bækur árlega var hægt að skipa útgáfunni þannig niður, að félagsmenn fengju skáldrit og fræði- rit nokkuð jöfnum höndum. Nú verður hún einhæfari en við ætl- uðumst til, og margt af því, sem við höfðum áhuga á að fram- kvæma, tefst og verður að bíða betri tíma. Auk þess verðum við sem stendur að leggja aðaláherzlu á það, að mesta stórvirk- ið, sem Mál og menning hefur með höndum, Arfur íslendinga, geti heppnazt félaginu sem allra bezt. Ég vil aðeins minnast á, hvernig bækurnar í ár hafa fallið félagsmönnum. — Um Skapadægur hafa dómarnir verið misjafn- ir. Við höfum orðið þess varir, að ýmsum hefur lítið þótt til sögunnar koma og jafnvel leiðzt hún. Ég veit samt til þess, að hvergi á Norðurlöndum eru skiptar skoðanir um það, að Skapa- dægur og Silja séu beztu bækur þessa höfundar, sem hin fræga sænska bókmenntanefnd veitti Nobelsverðlaun á síðasta ári. Margir félagsmenn eru líka hrifnir af Skapadægrum og þykir sagan með beztu skáldritum, en ég held samt, að bókin njóti ekki þeirra vinsælda, sem hún á margan hátt á skilið. — Ýmsir félagsmenn sættu sig i fyrstu illa við þá ráðabreytni að fella niður Rauða penna og gefa út í staðinn Tímarit Máls og menn- ingar, en að athuguðu máli mun flestum líka hið nýja fyrir- komulag betur. Tímarit hafa alla tið verið vinsæl hér á landi og unnið menningu þjóðarinnar ómetanlegt gagn. Félag eins og Mál og menning getur ekki án þess verið að eiga timarit til sóknar og varnar þeim menningarlegu áhugamálum, sem félagið berst fyrir. Það mun varla hjá því fara, að Tímaritið verður vinsælast af ritum félagsins og það, sem menn sízt vilja án vera. Margir hafa fyrst í stað ekki viljað líta á tímaritið sem bók, en félagsmenn ættú í árslok að láta binda heftin, og þá sjá þeir, að þeir hafa eignazt bók, sem er stærri en Rauðir pennar voru. Timaritið eitt út af fyrir sig er 10 króna virði, þvi að fyrir minna gjald hefur ekki tekizt að halda hér úti tímariti af svip- aðri stærð. — Óskiptar vinsældir liefur hlotið útgáfan á ritum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.