Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 56
238 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Mikilvægt atriði að því er snertir hinn hagnýta þátt siðfræð- innar er þetta: Nordal .viðurkennir, að tilvera annars lifs sé að svo komnu máli aðeins tilgáta, að vísu ýmsum líkindum studd, en þó ósönnuð með öllu. Samt kveðst hann vera sannfærður um, að lil sé hf eftir dauðann, og byggir þá sannfæringu sína með- al annars á þvi, að þeim farnist jafnan vel, sem gerir ráð fyr- ir möguleika annars lífs og hagar líferni sínu í samræmi við þennan möguleika, þvi að óliklegt sé, að sjónarmið, sem væri hlekking tóm, leiddi til aukins velfarnaðar. Trú sína á annað líf byggir Nordal þó — að mér skilst — aðallega á þessu, sem hann kallar „andlega reynslu“. Um hana segir hann á 143. bls.: „And- leg reynsla er mér ekki einungis veruleiki, heldur verulegust af öllum veruleika." Nordal ber mikla virðingu fyrir mannlegri skynsemi, eins langt og hún nær. „Þó að þessi skynsemi okkar sé ekki nema dauf týra i alheiminum, er það skylda okkar að láta hana lýsa okk- ur eins langt og hún nær“ (25. bls.). Hann bendir á það, að skynsemin nái að vísu skammt, en telur þó, að ekki séu öll sund lokuð handan hennar. Þar taki við trúarbrögðin, eða hin andlega reynsla. „Það er ekki lilutverk trúarbragðanna, að bæla niður vil okkar og þekkingu, lieldur að taka þar við, sem þekk- ingin nær ekki til. Trúarbrögðin eiga að vera á undan skyn- seminni, en ekki á eftir lienni“ (26. bls.). Á 148. hls. segir svo: „En ég á bágt með að láta mér skiljast, að nokkur maður nenni að .... afneita nokkurri glætu af skynsemi, án þess að hafa fengið eitthvað öruggara i staðinn." Ég held, að það sé engin fölsun, þó að þessi orð í sínu sambandi séu skilin þannig, að „andleg reynsla" eða „religion“ geti verið öruggari leiðarvísir ti! þekkingar en skynsemin sjálf. Bók Nordals er í rauninni ekki deilurit. Þó teluir liann til allítarlegrar gagnrýni tvo flokka manna: prestana og efnis- byggjumennina. Prestana sakar hann um það, að þeir láti við- gangast, að kristnin sé að kulna út meðal almennings, neisti lieilags anda að kafna í ösku útbrunninna kenninga og siða. Þeir geri of lítið að þvi að glæða lifandi, trúarlíf. En grundvall- arafstöðu sinni til þessara mála lýsir hann svo: „Ég er ekki eins fullviss um neinn hlut og það, að lifandi trúarlíf, i lirein- asta skilningi þess orðs, sé liið æðsta hnoss, sem nokkur mað- ur getur öðlazt.“ — Sjónarmið það, sem hér er lagt til grund- vallar gagnrýni á kirkju og klerkastétt, snertir engan streng í sálu þess, er þetta ritar. Með orðinu efnishyggjumönnum á Nordal ekki við allan þann fjölda manna, sem hefur hugann fastan við jarðneska muni, „held-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.