Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Síða 67
TÍMAHIT MÁLS OG MENNINGAR 249 afi láta leiðast á brautir þeirrar bókmenntaþróunar, sem aftur- haldsöflin einbeila sér á nú á tímum. Iiann á að geta skilið, að það er vegurinn til glötunarinnar. Gunnar Benediktsson. Útgáfa Jónasar Jónssonar á Einari Benediktssyni. Það hefur löngum verið trú á íslandi, að dauðir menn gætu gengið aftur og fylgt lifandi mönnum, eða jafnvel ættum. Venju- lega er þá hinn dauði að ná sér niðri á hinum, sem iifir, eða a;tt hans, út af einhverjum væringum, sem þeir hafa átt í lif- anda lífi. Hins munu fá dæmi í þjóðtrú, að lifandi draugur elti dauðan mann, og hafa þó „mörg dæmi gerzt í forneskju". Á ári því, sem nú er að liða, höfum við samt haft fyrir augum ein- kennilegt dæmi um draugagang af hinni siðarnefndu tegund, en það er hinn óhugnanlegi eltingaleikur pólitikusarins Jónasar Jóns- sonar við nafn Einars skálds Benediktssonar látins. Naumast var skáldið fyrr skilinn við en pólitíkus þessi tók til að skrifa um hann einn af sínum alkunnu „langhundum", sem stóð mánuð- um saman. Fyrir þá, sem eru litlir spilámenn, skal þess getið, að langhundur er einkennilega andlaust spil, og það er í raun- inni enginn endir til á því annar en sá að standa upp og fara, vegna þess að maður er æfinlega að taka inn sömu leiðinda- súpuna upp aftur og aftur úr borðinu. í liundi þessum er ekk- ert tromp. Það er álitið, að vitsmunum jieirra manna bljóti að vera í einliverju áfátt, sem geta haldið sér lengi vakandi við þetta spil. Langhundurinn um Einar Benediktsson er gott sýnis- horn þess, hvernig einna lakast verður skrifað um skáldskap. Næsta stigið í þessum einkennilega „draugagangi“ var það, þegar sami pólitíkus fékk þvi til leiðar komið, að lög um kirkju- garða voru þverbrotin í landinu, til þess að hann gæti á siðan talið meðal frægðarverka sinna að liafa grafið Einar Benedikts- son á þeim stað á íslandi, sem einna verst er fallinn til leg- staðar, Þingvallatúninu, ýmist blautu eða jarðvegslausu (eins og dr. Gunnlaugur Claessen hefur nýlega lýst fyrir mönnum), þar sem áður var siður að stegla glæpamenn. Síðasta uppátækið í eltingum pólitíkusarins við nafn Einars Benediktssonar eru afskipti hans af útgáfu á Ijóðum skáldsins. Hinn snöggi áhugi pólitíkusarins fyrir skáldskap kemur mönn- um því undarlegar fyrir sjónir sem hann gerir sig berari að ýf- ingum við skáld og rithöfunda samtíðar sinnar, treður nú t. d. upp úr þurru, án skiljanlegs tilefnis, illsakir við ýmsa persónu- lega kunningja sína úr rithöfundastétt, menn, sem áttu sér einsk- 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.