Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Blaðsíða 72
254 TÍMARIT MÁLS OG MENXINGAR ættarhöfðingja fyrir 20—30 árum, meðan ýmis beztu verk enskra bókmennta liggja úti fyrir hæjardyrum vorum óþýdd og ókunn. Kemur enginn maður nálægt þessari menntamálaráðsiitgáfu, sem ber neitt skynbragð á bókmenntir eða hefur menningarlegan áhuga? Þessi bók hlýtur óhjákvæmilega að sæta söniu örlögum og aðrar hækur Menntamálaráðs: að fara óopnuð i ruslið. Lowell Thomas: Æfintýri Lawrence í Arabíu. Páll Skúlason þýddi, (útg. Leiftur) er önnur bók um hlutverk Arabíu-Lárus- ar í heimsstyrjöldinni, og skýrir ger málavöxtu með Aröbum á þessum tíma en bók ríkisútgáfunnar, hún er skrifuð af blaða- manni og léttur á henni stíllinn, en það er sem sagt ekki niikið útlit á, að fólk hér nenni að heyra allt þetta eyðimerkurstagl, og sízt í samkrulli við meira en tuttugu ára ganila arabíupóli- tik breskra heimsvaldasinna. Tvær ferðabækur eftir Aage Krarup Nielsen hafa verið gefnar út til jólanna, Itvalveiðar í Suðerhöfum, þýdd af Karli ísfeld (Esja) og Marco Polo, ferðasaga hans endursögð, Haraldur Sig- urðsson þýddi (ísafoldarprentsmiðja). Hvalveiðabókin er minnst um hvalveiðar, heldur um ferðalög höfundar i Suðurameríku, samin í heimilisblaðastil („nóttin er löng í Brasiliu“, „Rió er horg fegurðarinnar og lífsgleðinnar“), með kitlandi furðusög- um frá fjarlægum löndum, eins og siður var i ferðabókum á miðöldunum (blefkenismus). Þýðingin ber þess víða merki, að Karli fsfeld hefur ekki þótt þess vert að eyða á hana miklu púðri. Mest er gaman, þegar farið er að tala um „íslenzka treyju". Hin bókin, Marco Polo, er útdráttur úr ferðasögu hins forna Feneyjamanns, niðurmulin fantafæða handa heimilisblaðalesend- um, og hlásin hér upp sem heimsbókmenntir af forlagi, sem er vægast sagt ekki mikið upp á bókaramennt, fremur en Menn- ingarsjóður. Þessi danska heimilisblaðaútgáfa á Marco Polo verð- ur þess sjálfsagt völd, að við fáum seint þýðingu á bókum Marco Polos, eins og þær voru ritaðar upp eftir honum sjálfum á sin- um tíma. M.F.A. gefur út Æfisögu Beethovens (hina skemmri) eftir Romain Rolland, þýdda eftir Símon .Tóhann Ágústsson. Þetta ein- læga eldhrifna kver er skrifað 1902 sem einskonar trúaróður ungs snillings og mannvinar mitt í óveðrum lifsins. Beethoven, þessi jötunefldi andi, sem öllum betur túlkar i listinni hugsjón- ir hinnar nýefldu borgarastéttar á öndverðri 19. öld, og liið voldugasta i draumum frönsku byltingarinnar, bjargar höfundi kversins frá þvi að verða úti í heimi þar sem borgarastéttin er smámsaman að ganga frá hugsjónum sínum. Andi Beethovens verður siðan nokkurskonar leiðarljós Rollands, meðan hann sem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.